Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ég beiti ekki valdi

Christian er þekkt­ur á göt­unni sem „ör­ygg­is­vörð­ur­inn frá Hollandi sem öll­um lík­ar við“. Hann beit­ir ekki valdi í starfi sínu held­ur mennsku. „Fal­leg orð er allt sem þarf.“

Ég beiti ekki valdi
Góðmennska „Það er engin ástæða til að vera vondur, það er nóg af illsku í heiminum nú þegar,“ segir öryggisvörðurinn Christian. Mynd: Golli

„Hér á Vesturgötunni sé ég til þess að læknarnir geti sinnt starfi sínu án þess að vera ónáðaðir af ókurteisum sjúklingum eða öðrum sem eiga ekki erindi á heilsugæsluna. Stundum kemur fólk hingað undir áhrifum og krefst þess að fá lyf. Stundum þegar það fær ekki það sem það vill verður það árásargjarnt. Þetta var krefjandi starf í fyrstu, þegar ég byrjaði fyrir þremur árum voru mörg atvik daglega, það tók mig nokkra mánuði að koma reglu á hlutina.

Fólkið sem var að leita hingað kann vel við mig, kannski af því að ég er frá Hollandi og þar er frjálslynd stefna þegar kemur að vímuefnanotkun. Ég kem fram við fólkið af virðingu, það hefur kannski tekið slæmar ákvarðanir en ég dæmi það ekki. Ég kem fram við þau eins og manneskjur, hvort sem þau komu sér sjálf í þessar aðstæður eða ekki. Þau eru fyrst og fremst manneskjur, ég reyni að hjálpa þeim, ef þeim er kalt færi ég þeim kaffi, ef þau hafa óhreinkað sig færi ég þeim hreinsiklúta. Þetta eru litlir hlutir sem leiða til fallegra og uppbyggilegra samskipta. 

„Ég reyni að dreifa smá góðmennsku. Ég brosi með spékoppunum mínum og býð góðan dag.“

Ég er þekktur á götunni sem öryggisvörðurinn frá Hollandi sem öllum líkar við. Það er afrakstur vinnu minnar hér á Vesturgötunni, ég beiti ekki valdboði, ég er ekki einráður. Þetta snýst um mennsku. Það er engin ástæða til að vera vondur, það er nóg af illsku í heiminum nú þegar. Ég reyni að dreifa smá góðmennsku. Ég brosi með spékoppunum mínum og býð góðan dag. Það veitir mér sjálfum hlýju.

Falleg orð er allt sem þarf, þetta er fólk sem er vant árásargjarnri hegðun frá öðrum öryggisvörðum og kannski lögreglu. Það skilar sér, það er mjög rólegt hérna núna, ég sit hérna í níu og hálfan klukkutíma á degi hverjum að bíða eftir vandræðum. En það eru eiginlega engin vandræði lengur. Tíðindalítill dagur er góður dagur. Ég reyni að halda mér uppteknum, ég aðstoða gamla fólkið þegar það kemur, aðstoða það í og úr leigubílnum, ég opna dyrnar, ég kem með dagblöðin, ég fer út með ruslið. Ekki af því að ég þurfi að gera það heldur af því að mig langar að gera það.

Þetta er þýðingarmesta starf sem ég hef sinnt, þetta er í fyrsta sinn sem mér finnst starf mitt koma að gagni. Ég held að ég sé rétti maðurinn í starfið. Það eru aðrir sem hafa hætt af því að þetta var of erfitt, andlega og líkamlega. Ég hef reynslu af því að vinna með fíklum í Amsterdam og sú reynsla nýtist vel.

Ég kom hingað árið 2016 vegna íslenskrar konu og hef verið hér síðan. Við erum ekki saman í dag en hún er enn hluti af mínu lífi. Hún á 10 ára son sem ég kalla son minn, ég hef tekið þátt í að ala hann upp frá því að hann var eins og hálfs árs. Hann kallar mig pabba. Og þannig verður það alltaf. 

Fæðing sonar míns heima í Hollandi var vendipunktur í mínu lífi. Það breytti mér að halda á honum nokkurra mínútna gömlum. Ég endurmat ákvarðanir mínar í lífinu og hvert ég vildi stefna og hvers konar fordæmi ég vil gefa. Ég vildi verða betri manneskja. Hann er 11 ára í dag og það er liðinn dágóður tími frá því ég hitti hann síðast, því miður. En vonandi styttist í það.“

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár