Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lilja taldi skynsamlegast að kjósa eftir brotthvarf Katrínar

„Hún er svo­lít­ið fram­sókn­ar­leg stund­um, hún Katrín,“ sagði Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, í þjóð­mála­þætt­in­um Pressu um það út­hald sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði er upp kom flók­in staða í stjórn­ar­sam­starf­inu. Brott­hvarf henn­ar hafi þýtt mikl­ar breyt­ing­ar.

Varaformaður Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, var til viðtals í Pressu í dag.

Er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, yfirgaf svið stjórnmálanna í vor til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, lagði varaformaður Framsóknarflokksins það til að skynsamlegast væri að „reyna að kjósa eins fljótt og við mögulega gætum“. 

Þetta upplýsti varaformaðurinn og menningar- og viðskiptaráðherrann, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, í þjóðmálaþættinum Pressu sem sendur var út á Heimildinni í dag. Lilja sagðist hafa lagt þetta til vitandi að brotthvarf Katrínar, sem hafi leitt ríkisstjórnina, myndi hafa breytingar í för með sér. 

„Hún er svolítið framsóknarleg stundum, hún Katrín,“ sagði Lilja, „hún var góð í því að … það var kannski bara flókin staða, og hún var bara að vinna í því þar til það kom einhver lausn. Og það er það sem verður að gera í stjórnmálum, sérstaklega í samsteypustjórnum.“ 

Lagðir þú þá til í vor að það yrði kosið? Að þetta ríkisstjórnarsamstarf yrði látið sigla sinn sjó?

„Ja, ég nefndi það, að ef það væri hægt þá væri það líklega farsælast vegna þess að það er þannig að þegar forsætisráðherra fer af vettvangi að það breytist auðvitað mjög mikið. Það var hins vegar niðurstaðan að þessir þrír flokkar myndu setjast niður. Við lögðum mikla áherslu á það í Framsókn, af því að við erum ábyrg og lausnamiðuð, að við myndum klára þetta kjörtímabil.“

Lagt hafi verið upp með nokkur forgangsmál, fyrst og fremst efnahagsmálin en einnig útlendinga- og orkumál, og stefnt hafi verið að því að vinna að þeim til loka tímabilsins. „Ég er enn þeirrar skoðunar að það hefði verið farsælast“ sagði Lilja og hélt svo áfram: „En ég nenni ekki að vera hér að tala í þáskildagatíð. Af því að núna horfir maður bara fram á veginn.“

Sumt hafi gengið vel í stjórnarsamstarfinu. Annað ekki eins vel. Ákvörðun Bjarna Benediktsson formanns Sjálfstæðisflokksins um stjórnarslit liggi fyrir. „Þetta er niðurstaðan. Og svo bara: Áfram.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamálin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­mál­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár