Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Segir ríkisstjórnina „í líknandi meðferð“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar lýsa yf­ir enda­lok­um rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins og kalla eft­ir kosn­ing­um strax. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort kos­ið verð­ur að vori eða hausti á næsta ári.

Segir ríkisstjórnina „í líknandi meðferð“
Stjórnarandstöðuþingmenn Jóhann Páll Jóhannsson og Logi Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, segja ríkisstjórnina komna á endastöð eftir sjö ára samstarf og kalla eftir að boðað verði til kosninga.

Er ekki bara best að pakka saman, boða til kosninga og rétta keflið áfram?“ spurði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar síðdegis. Alþingi kom saman í gær eftir kjördæmaviku og landsfund Vinstri grænna þar sem flokkurinn samþykkti ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið væri að taka enda. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í samtali við Heimildina í gær að ályktunin sé mjög óskýr og segir hann erfiða og flókna stöðu blasa við. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kepptust við að lýsa yfir endalokum ríkisstjórnarinnar undir störfum þingsins í upphafi þingfundar í dag. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna funduðu stuttlega eftir ríkisstjórnarfund í gær en ekkert liggur fyrir um hvenær gengið verður til kosninga á næsta ári, en það verður í síðasta lagi næsta haust. 

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina vera í líknandi meðferð. Hann gagnrýndi lækkun á framlagi ríkissjóðs til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða, sem hann segist beinast að sjóðum sem verkafólk hefur greitt í. „Fólkið sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í mínum huga er það óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin velur að fara þessa leið til að fjármagna aðra þætti fjárlagafrumvarpsins sem Vinstri græn hampa og skreyta sig með.“ Guðbrandur segir þessa forgangsröðun sýna að ríkisstjórnin hafi ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu: „Þess vegna á hún að fara frá.“

Líkti ríkisstjórnarsamstarfinu við trúðasýningu

Jóhann Páll spurði í ræðu sinni hvað ríkisstjórnin ætlaði að eyðileggja mikið áður en hún hrökklast frá. Hann tók upp þráðinn frá því í gær þegar hann steig í pontu og sagði samstarf ríkisstjórnanna þriggja orðið að trúðasýningu og það væri í raun rangnefni að kalla hana ríkisstjórn.

„Ég fjallaði í gær um fórnarkostnaðinn af því að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi, fórnarkostnaðinn fyrir fólkið í landinu af því að sitja uppi með ríkisstjórnina enn einn veturinn og enn eitt fjárlagaárið með tilheyrandi óstjórn í efnahagsmálum, velferðarmálum, samgöngumálum og svona mætti lengi telja.“ Jóhann Páll sagði ríkisstjórnina virðast ætla að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar árleg úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka fer fram. Þar munu ríkisstjórnarflokkarnir fá hæstu framlögin. 

Flokksbróðir hans og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, segir upplausn vera í ríkisstjórnarsamstarfinu, það hafi blasið við í marga mánuði. „Við getum einfaldlega ekki búið við þrjár ólíkar ríkisstjórnir í landinu á sama tíma. Nú verða þessir flokkar þrír einfaldlega pakkað saman, slíta samstarfinu og boða til kosningar áður en þeir valda enn þá meira tjón fyrir þjóðinni.“

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár