Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Segir ríkisstjórnina „í líknandi meðferð“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar lýsa yf­ir enda­lok­um rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins og kalla eft­ir kosn­ing­um strax. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort kos­ið verð­ur að vori eða hausti á næsta ári.

Segir ríkisstjórnina „í líknandi meðferð“
Stjórnarandstöðuþingmenn Jóhann Páll Jóhannsson og Logi Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, segja ríkisstjórnina komna á endastöð eftir sjö ára samstarf og kalla eftir að boðað verði til kosninga.

Er ekki bara best að pakka saman, boða til kosninga og rétta keflið áfram?“ spurði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar síðdegis. Alþingi kom saman í gær eftir kjördæmaviku og landsfund Vinstri grænna þar sem flokkurinn samþykkti ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið væri að taka enda. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í samtali við Heimildina í gær að ályktunin sé mjög óskýr og segir hann erfiða og flókna stöðu blasa við. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kepptust við að lýsa yfir endalokum ríkisstjórnarinnar undir störfum þingsins í upphafi þingfundar í dag. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna funduðu stuttlega eftir ríkisstjórnarfund í gær en ekkert liggur fyrir um hvenær gengið verður til kosninga á næsta ári, en það verður í síðasta lagi næsta haust. 

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina vera í líknandi meðferð. Hann gagnrýndi lækkun á framlagi ríkissjóðs til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða, sem hann segist beinast að sjóðum sem verkafólk hefur greitt í. „Fólkið sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í mínum huga er það óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin velur að fara þessa leið til að fjármagna aðra þætti fjárlagafrumvarpsins sem Vinstri græn hampa og skreyta sig með.“ Guðbrandur segir þessa forgangsröðun sýna að ríkisstjórnin hafi ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu: „Þess vegna á hún að fara frá.“

Líkti ríkisstjórnarsamstarfinu við trúðasýningu

Jóhann Páll spurði í ræðu sinni hvað ríkisstjórnin ætlaði að eyðileggja mikið áður en hún hrökklast frá. Hann tók upp þráðinn frá því í gær þegar hann steig í pontu og sagði samstarf ríkisstjórnanna þriggja orðið að trúðasýningu og það væri í raun rangnefni að kalla hana ríkisstjórn.

„Ég fjallaði í gær um fórnarkostnaðinn af því að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi, fórnarkostnaðinn fyrir fólkið í landinu af því að sitja uppi með ríkisstjórnina enn einn veturinn og enn eitt fjárlagaárið með tilheyrandi óstjórn í efnahagsmálum, velferðarmálum, samgöngumálum og svona mætti lengi telja.“ Jóhann Páll sagði ríkisstjórnina virðast ætla að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar árleg úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka fer fram. Þar munu ríkisstjórnarflokkarnir fá hæstu framlögin. 

Flokksbróðir hans og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, segir upplausn vera í ríkisstjórnarsamstarfinu, það hafi blasið við í marga mánuði. „Við getum einfaldlega ekki búið við þrjár ólíkar ríkisstjórnir í landinu á sama tíma. Nú verða þessir flokkar þrír einfaldlega pakkað saman, slíta samstarfinu og boða til kosningar áður en þeir valda enn þá meira tjón fyrir þjóðinni.“

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár