Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Segir ríkisstjórnina „í líknandi meðferð“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar lýsa yf­ir enda­lok­um rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins og kalla eft­ir kosn­ing­um strax. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort kos­ið verð­ur að vori eða hausti á næsta ári.

Segir ríkisstjórnina „í líknandi meðferð“
Stjórnarandstöðuþingmenn Jóhann Páll Jóhannsson og Logi Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, segja ríkisstjórnina komna á endastöð eftir sjö ára samstarf og kalla eftir að boðað verði til kosninga.

Er ekki bara best að pakka saman, boða til kosninga og rétta keflið áfram?“ spurði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar síðdegis. Alþingi kom saman í gær eftir kjördæmaviku og landsfund Vinstri grænna þar sem flokkurinn samþykkti ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið væri að taka enda. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í samtali við Heimildina í gær að ályktunin sé mjög óskýr og segir hann erfiða og flókna stöðu blasa við. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kepptust við að lýsa yfir endalokum ríkisstjórnarinnar undir störfum þingsins í upphafi þingfundar í dag. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna funduðu stuttlega eftir ríkisstjórnarfund í gær en ekkert liggur fyrir um hvenær gengið verður til kosninga á næsta ári, en það verður í síðasta lagi næsta haust. 

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina vera í líknandi meðferð. Hann gagnrýndi lækkun á framlagi ríkissjóðs til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða, sem hann segist beinast að sjóðum sem verkafólk hefur greitt í. „Fólkið sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í mínum huga er það óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin velur að fara þessa leið til að fjármagna aðra þætti fjárlagafrumvarpsins sem Vinstri græn hampa og skreyta sig með.“ Guðbrandur segir þessa forgangsröðun sýna að ríkisstjórnin hafi ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu: „Þess vegna á hún að fara frá.“

Líkti ríkisstjórnarsamstarfinu við trúðasýningu

Jóhann Páll spurði í ræðu sinni hvað ríkisstjórnin ætlaði að eyðileggja mikið áður en hún hrökklast frá. Hann tók upp þráðinn frá því í gær þegar hann steig í pontu og sagði samstarf ríkisstjórnanna þriggja orðið að trúðasýningu og það væri í raun rangnefni að kalla hana ríkisstjórn.

„Ég fjallaði í gær um fórnarkostnaðinn af því að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi, fórnarkostnaðinn fyrir fólkið í landinu af því að sitja uppi með ríkisstjórnina enn einn veturinn og enn eitt fjárlagaárið með tilheyrandi óstjórn í efnahagsmálum, velferðarmálum, samgöngumálum og svona mætti lengi telja.“ Jóhann Páll sagði ríkisstjórnina virðast ætla að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar árleg úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka fer fram. Þar munu ríkisstjórnarflokkarnir fá hæstu framlögin. 

Flokksbróðir hans og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, segir upplausn vera í ríkisstjórnarsamstarfinu, það hafi blasið við í marga mánuði. „Við getum einfaldlega ekki búið við þrjár ólíkar ríkisstjórnir í landinu á sama tíma. Nú verða þessir flokkar þrír einfaldlega pakkað saman, slíta samstarfinu og boða til kosningar áður en þeir valda enn þá meira tjón fyrir þjóðinni.“

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár