Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ósáttir við afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa

Regn­hlíf­ar­sam­tök að­ila sem starfa inn­an skemmti­ferða­skipa­geir­ans lýsa áhyggj­um af af­námi toll­frels­is skemmti­ferða­skipa sem hing­að koma. Breyt­ing á lög­um um gistinátta­skatt á að taka gildi um ára­mót.

Ósáttir við afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa
Risar Skemmtiferðaskip við bryggju á Akureyri. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Um áramótin verður tollfrelsi skemmtiferðaskipa á svokölluðum hringsiglingum afnumið. Cruise Iceland, sem er samstarfsvettvangur fyrir aðila sem starfa innan skemmtiferðaskipageirans á Íslandi, lýsa verulegum áhyggjum af þessari ákvörðun stjórnvalda. Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár, m.a. vegna ábendinga frá hagsmunaaðilum. Töldu þeir brýnt að fjárhagslegar afleiðingar afnáms tollfrelsisins yrðu metnar. Það segja þeir ekki enn hafa verið gert.

Samkvæmt breytingu á lögum um gistináttaskatt, sem samþykkt var á Alþingi í desember í fyrra, er gildissvið laganna víkkað og taka frá og með næstu áramótum til rekstraraðila skemmtiferðaskipa þegar þau dvelja innan tollsvæðis íslenska ríkisins. „Talið er nauðsynlegt og rétt, m.a. út frá sanngirnis- og samkeppnissjónarmiðum gagnvart hótel- og gistiþjónustu hér á landi, að farþegar sem gista um borð í skemmtiferðaskipum innan tollsvæðis ríkisins greiði einnig gistináttaskatt,“ sagði í greinargerð með frumvarpinu.

Með þessu er fellt á brott ákvæði í tollalögum sem kveður á um tollfrelsi til handa skemmtiferðaskipum sem skráð eru erlendis en eru notuð í siglingum innan íslenska tollsvæðisins í allt að fjóra mánuði á hverju tólf mánaða tímabili. „Að baki tillögunni búa samkeppnis- og jafnræðissjónarmið milli aðila, til að mynda gististaða og veitingahúsa, auk þess sem hér kann að vera um að ræða fjárhagslega hagsmuni fyrir ríkissjóð,“ sagði í greinargerð frumvarpsins.

„Þar sem stjórnvöld hafa ekki enn lagt mat á tjónið af aðgerðinni hvetur Cruise Iceland til þess að afnámi tollfrelsisins verði frestað um tvö ár á meðan lagt er fullt mat á hagræn áhrif þess,“ segir í nýlegri ályktun stjórnar samtakanna. Þau telja beinar tekjur af hafnargjöldum, áætlaðri eyðslu ferðamanna, opinberum gjöldum, olíusölu, flugfargjöldum og þjónustu vegna hringsiglinga á Íslandi nema 10,8 milljörðum króna árlega. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    ".. tjónið af aðgerðinni ..."
    Ferðaglaðir íslendingar þekkja manna best gistnáttagjaldið erlendis, ég efast um að það hafi nokkurn mann látið hætta við fyrirhugað frí, maður borgar þetta bara og hugsar ekki meira um.
    Ætli fólk sem eyðir milljón eða meira í skemmtiferðasiglingu pæli nokkuð meira í þessu?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár