Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni: „Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun“

Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráð­herra finnst álykt­un Vinstri grænna um að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið sé að taka enda „mjög óskýr.“ Hann seg­ir erf­iða og flókna stöðu blasa við.

Bjarni: „Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun“

„Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun. Ef menn eru þeirrar skoðunar að erindi stjórnarinnar sé lokið þá finnst mér menn hafa skyldu til að ganga til kosninga. Ef menn vilja kjósa að vori – vegna þess að það sé svo gott fyrir taktinn í lýðræðisgangverkinu okkar – þá eiga menn bara að vera skýrir um það, en mér finnst menn vera óskýrir með hvort tveggja.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við Heimildina að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Vísaði hann til ályktunar sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna um helgina. Í henni var ályktað að ríkisstjórnarsamstarfið væri að nálgast leiðarlok og að ganga þurfi til kosninga í vor.  

Spurður hvort hann sé með þessum ummælum að hvetja til þess að VG rjúfi stjórnarsamstarfið svarar Bjarni því neitandi. „Ég er bara alla daga að láta reyna á það hvort við getum náð árangri með þingmálin sem eru á þingmálaskránni og eru grunnurinn að þessu framhaldi að stjórnarsamstarfinu.“ 

Nefnir Bjarni mál svo sem að ná niður verðbólgu, taka á hælisleitendakerfinu og aðgerðir í orkumálum.

Hvernig ertu stemmdur fyrir afgangnum af kjörtímabilinu?

„Þetta er erfitt,“ svarar Bjarni. „Þetta er mjög flókin staða. Þetta er mikil brekka fyrir alla stjórnarflokkana sem við horfum upp á í dag. Það verður að horfast í augu við það og bregðast við. Við þurfum bæði að gera það sem ríkisstjórn og við þurfum að gera það, í mínu tilviki, sem flokkur – vegna þess að það styttist í kosningar.“ 

 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár