Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Bjarni: „Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun“

Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráð­herra finnst álykt­un Vinstri grænna um að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið sé að taka enda „mjög óskýr.“ Hann seg­ir erf­iða og flókna stöðu blasa við.

Bjarni: „Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun“

„Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun. Ef menn eru þeirrar skoðunar að erindi stjórnarinnar sé lokið þá finnst mér menn hafa skyldu til að ganga til kosninga. Ef menn vilja kjósa að vori – vegna þess að það sé svo gott fyrir taktinn í lýðræðisgangverkinu okkar – þá eiga menn bara að vera skýrir um það, en mér finnst menn vera óskýrir með hvort tveggja.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við Heimildina að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Vísaði hann til ályktunar sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna um helgina. Í henni var ályktað að ríkisstjórnarsamstarfið væri að nálgast leiðarlok og að ganga þurfi til kosninga í vor.  

Spurður hvort hann sé með þessum ummælum að hvetja til þess að VG rjúfi stjórnarsamstarfið svarar Bjarni því neitandi. „Ég er bara alla daga að láta reyna á það hvort við getum náð árangri með þingmálin sem eru á þingmálaskránni og eru grunnurinn að þessu framhaldi að stjórnarsamstarfinu.“ 

Nefnir Bjarni mál svo sem að ná niður verðbólgu, taka á hælisleitendakerfinu og aðgerðir í orkumálum.

Hvernig ertu stemmdur fyrir afgangnum af kjörtímabilinu?

„Þetta er erfitt,“ svarar Bjarni. „Þetta er mjög flókin staða. Þetta er mikil brekka fyrir alla stjórnarflokkana sem við horfum upp á í dag. Það verður að horfast í augu við það og bregðast við. Við þurfum bæði að gera það sem ríkisstjórn og við þurfum að gera það, í mínu tilviki, sem flokkur – vegna þess að það styttist í kosningar.“ 

 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár