Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni: „Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun“

Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráð­herra finnst álykt­un Vinstri grænna um að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið sé að taka enda „mjög óskýr.“ Hann seg­ir erf­iða og flókna stöðu blasa við.

Bjarni: „Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun“

„Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun. Ef menn eru þeirrar skoðunar að erindi stjórnarinnar sé lokið þá finnst mér menn hafa skyldu til að ganga til kosninga. Ef menn vilja kjósa að vori – vegna þess að það sé svo gott fyrir taktinn í lýðræðisgangverkinu okkar – þá eiga menn bara að vera skýrir um það, en mér finnst menn vera óskýrir með hvort tveggja.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við Heimildina að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Vísaði hann til ályktunar sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna um helgina. Í henni var ályktað að ríkisstjórnarsamstarfið væri að nálgast leiðarlok og að ganga þurfi til kosninga í vor.  

Spurður hvort hann sé með þessum ummælum að hvetja til þess að VG rjúfi stjórnarsamstarfið svarar Bjarni því neitandi. „Ég er bara alla daga að láta reyna á það hvort við getum náð árangri með þingmálin sem eru á þingmálaskránni og eru grunnurinn að þessu framhaldi að stjórnarsamstarfinu.“ 

Nefnir Bjarni mál svo sem að ná niður verðbólgu, taka á hælisleitendakerfinu og aðgerðir í orkumálum.

Hvernig ertu stemmdur fyrir afgangnum af kjörtímabilinu?

„Þetta er erfitt,“ svarar Bjarni. „Þetta er mjög flókin staða. Þetta er mikil brekka fyrir alla stjórnarflokkana sem við horfum upp á í dag. Það verður að horfast í augu við það og bregðast við. Við þurfum bæði að gera það sem ríkisstjórn og við þurfum að gera það, í mínu tilviki, sem flokkur – vegna þess að það styttist í kosningar.“ 

 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár