Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bjarni: „Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun“

Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráð­herra finnst álykt­un Vinstri grænna um að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið sé að taka enda „mjög óskýr.“ Hann seg­ir erf­iða og flókna stöðu blasa við.

Bjarni: „Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun“

„Mér fannst þetta vera mjög óskýr ályktun. Ef menn eru þeirrar skoðunar að erindi stjórnarinnar sé lokið þá finnst mér menn hafa skyldu til að ganga til kosninga. Ef menn vilja kjósa að vori – vegna þess að það sé svo gott fyrir taktinn í lýðræðisgangverkinu okkar – þá eiga menn bara að vera skýrir um það, en mér finnst menn vera óskýrir með hvort tveggja.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við Heimildina að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Vísaði hann til ályktunar sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna um helgina. Í henni var ályktað að ríkisstjórnarsamstarfið væri að nálgast leiðarlok og að ganga þurfi til kosninga í vor.  

Spurður hvort hann sé með þessum ummælum að hvetja til þess að VG rjúfi stjórnarsamstarfið svarar Bjarni því neitandi. „Ég er bara alla daga að láta reyna á það hvort við getum náð árangri með þingmálin sem eru á þingmálaskránni og eru grunnurinn að þessu framhaldi að stjórnarsamstarfinu.“ 

Nefnir Bjarni mál svo sem að ná niður verðbólgu, taka á hælisleitendakerfinu og aðgerðir í orkumálum.

Hvernig ertu stemmdur fyrir afgangnum af kjörtímabilinu?

„Þetta er erfitt,“ svarar Bjarni. „Þetta er mjög flókin staða. Þetta er mikil brekka fyrir alla stjórnarflokkana sem við horfum upp á í dag. Það verður að horfast í augu við það og bregðast við. Við þurfum bæði að gera það sem ríkisstjórn og við þurfum að gera það, í mínu tilviki, sem flokkur – vegna þess að það styttist í kosningar.“ 

 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár