Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 4 árum.

Yfir 130 milljónir af skaðabótakröfu Samherja vegna vinnu Jóns Óttars Ólafssonar

Alls eru yf­ir 130 millj­ón­ir króna af 306 millj­ón króna skaða­bóta­kröfu Sam­herja á hend­ur Seðla­banka Ís­lands vegna greiðslna sem fóru til fé­laga tengd­um rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­in­um fyrr­ver­andi Jóni Ótt­ari Ól­afs­syni.

Yfir 130 milljónir af skaðabótakröfu Samherja vegna vinnu Jóns Óttars Ólafssonar
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í dómsal í dag. Mynd: Arnar Þór Ingólfsson

Samherji hf. krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði sér 306 milljónir króna í skaðabætur vegna tilfallins kostnaðar sem rannsókn bankans á fyrirtækinu olli. Þar af vill Samherji fá 124 milljónir króna vegna vinnu félagsins Juralis-ráðgjafarstofa slhf. fyrir sig vegna málsins og sjö milljónir króna vegna vinnu félagsins eftir að það breytti nafni sínu í PPP sf. 

Þessar greiðslur voru vegna vinnu Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, sem starfaði hefur fyrir Samherja árum saman. Jón Óttar sagði sjálfur, þegar hann bar vitni, að hann hafi skrifað út reikninga fyrir 135 milljónum króna vegna vinnu sinnar fyrir Samherja í tengslum við Seðlabankamálið.

Því er yfir 40 prósent af skaðabótakröfu Samherja vegna greiðslna til félaga sem tengjast Jóni Óttari.

Þetta kom fram í máli Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja, þegar hún bar vitni í bótamáli Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, gegn Seðlabankanum í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Samherji stefndi í fyrra Seðlabanka Íslands til greiðslu skaða- og miskabóta vegna rannsóknar þess síðarnefnda á ýmsum ætluðum brotum fyrirtækisins á meðan að fjármagnshöft voru við lýði á Íslandi. Samherji fór fram á 306 milljónir króna í skaðabætur og tíu milljónir króna í miskabætur vegna rannsóknar Seðlabankans á fyrirtækinu fyrir nokkrum árum, í máli sem var að lokum fellt niður, auk þess sem Þorsteinn Már stefndi persónulega og fer einnig fram á 6,5 milljónir króna í bætur.

Margir lögmenn í vinnu

Arna sagði að Jón Óttar hefði unnið mjög náið með sér, einkum og sér í lagi innanhúss, til að fara yfir rekstur Samherja þannig að málið myndi bitna sem minnst á almennum starfsmönnum fyrirtækisins. Hann ferðaðist meðal annars erlendis ásamt henni vegna málsins auk þess sem hann greindi með Örnu rannsóknarskýrslur Seðlabankans. 

Samherji keypti auk þess lögmannsþjónustu víða, sem fyrirtækið vill að Seðlabankinn greiði fyrir. Á meðal þeirra sem störfuðu fyrir Samherja á meðan að á rannsókninni stóð voru Lex lögmannsstofan, sem hélt utan um málið og sá um samskipti við stjórnvöld, Cato lögmenn, sem hafi létt undir þannig að almennir starfsmenn Samherja gætu sinnt sínum daglega rekstri, BBA Legal, sem séu sérfræðingar í regluverki gjaldeyrishafta, Pacta lögmenn, sem unnu fyrir Samherja á upphafsstigum málsins, Logos, sem veitti ráðgjöf, og JSG ráðgjöf í eigu Jóns Steinars Guðlaugssonar, sem veitt hafi ráðgjöf. 

Þorsteinn Már bar einnig vitni og sagði að Samherji hefði lagst í „botnlausa vinnu“ vegna málsins.

Kostnaður vegna eins manns veigamikill hluti

Kjarninn fjallaði um greinargerð Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans í málinu í fréttaskýringu í lok ágúst, sem var skilað inn til dómstóla í október 2019 og Kjarninn fékk nýlega afhenta hjá bankanum, eru málavextir raktir og fjárkrafa Samherja útskýrð. 

Í greinargerðinni segir lögmaður Seðlabankans að tjónið sem Samherji segist hafa orðið fyrir sé ósannað. Í stefnu Samherja sé ekki að finna sundurliðun eða nánari tilgreiningu á því tjóni sem krafist sé undir liðnum skaðabætur og eiginleg sönnunargögn ekki lögð fram. „Þannig er ekkert reifað hvenær einstakir kostnaðarliðir féllu til eða af hvaða tilefni var til þeirra stofnað.“

Jón Óttar Ólafsson. Mynd: Skjáskot/Samherji

Hvorki kvittanir né greiðslustaðfestingar hafi verið lagðar fram til sönnunar á þessum útlagða kostnaði. Í greinargerðinni segir: „Ekki er skýring á því í stefnunni hvers vegna þetta mál er höfðað til innheimtu rúmlega 300 milljóna króna í skaðabætur án þess að sönnunargögn fyrir því tjóni séu lögð fram eða að reifun eða sundurliðun á því tjóni sé að finna í stefnunni.“

Meðal annars væri farið fram á „bætur vegna heildarlauna eins starfsmanns um tveggja ára skeið (frá maí 2013 til maí 2015)“. Í greinargerðinni segir að engin reifun sé á því hvað umræddur starfsmaður gerði né hvernig Seðlabanki Íslands eigi að bera ábyrgð á því. „Þá verður að taka sérstaklega fram að á þessu tímabili var málið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara en ekki til meðferðar hjá stefnda“.

Áreitti blaðamann mánuðum saman

Jón Óttar hélt áfram að starfa fyrir Samherja eftir að vinnu hans við Seðlabankamálið lauk. Jón Óttar hefur til að mynda komið að gerð myndbanda sem Samherji hefur látið framleiða fyrir sig, og birt á Youtube, undanfarið þar sem spjótum fyrirtækisins hefur verið beint að RÚV og starfsmönnum þess fjölmiðils. 

[links]Kjarninn greindi frá því 27. ágúst síðastliðinn að Jón Óttar hefði allt frá því að umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar um við­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu birt­ist þann 12. nóv­em­ber á síð­asta ári verið tíður gestur á Kaffi­fé­lag­inu, kaffi­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. 

Kjarninn greindi enn fremur frá því að Jón Óttar hefði ítrekað sent Helga skila­boð, bæði í gegnum SMS og Facebook-­reikn­ing eig­in­konu sinn­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaða­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­boð þar sem honum var hótað „um­fjöll­un“.

Jón Óttar sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunarinnar og sagði að það hefði verið rangt af sér að senda Helga SMS-skila­boð. Þau end­ur­spegluðu dóm­greind­ar­brest af hans hálfu og hann sagðist sjá mikið eftir að hafa sent þau. Jóni Ótt­ari fannst miður ef þessi gagn­rýni­verða hátt­semi hans yrði á ein­hvern hátt bendluð við Sam­herja „og starfs­fólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár