Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Verkföllum á hjúkrunarheimilum afstýrt

„Við í samn­inga­nefnd er­um gríð­ar­lega stolt af þeim ár­angri sem náð­ist í þess­um kjara­við­ræð­um,“, seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar. Samn­inga­nefnd fé­lags­ins skrif­aði í nótt und­ir kjara­samn­ing við Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Verkföllum á hjúkrunarheimilum afstýrt
Samninganefndir eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa fundað stíft síðustu daga, en skrifað var undir samninga í nótt. Mynd: Efling

Samninganefnd Eflingar undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), sem tekur til á þriðja þúsund Eflingarfélaga á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum á Höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og nær því yfir 4 ára samningstíma, þar af 6 mánuði afturvirka frá undirritun.

„Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu frá félaginu.

Meginkrafa samninganefndar Eflingar í viðræðum við SFV var að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Efling hafði gefið út fyrir helgina að ef fundur á mánudag bæri ekki árangur myndi félagið slíta viðræðum og undirbúa verkfall. Samningafundir hafa staðið nánast óslitið síðan á mánudag, þar til síðan var skrifað undir í nótt.

Í tilkynningu frá Eflingu segir: „Þessi vandi er rækilega staðfestur í tölulegum gögnum, til að mynda í skýrslu starfshóps undir forystu Gylfa Magnússonar sem út kom árið 2021. Jafnframt endurspegla frásagnir Eflingarfélaga af óboðlegri fáliðun og streitu á hjúkrunarheimilum þennan veruleika.“

Þá kemur fram að Efling fagni því að nýundirrituðum samningi fylgi samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025.

„Það er mikið gleðiefni að tekist hafi að fá stjórnvöld að borðinu til að taka á þessum vanda, sem augljóslega varðar ekki aðeins Eflingarfélaga heldur er gríðarstórt hagsmunamál íbúa, aðstandenda og fagfólks á íslenskum hjúkrunarheimilum,“ segir í tilkynningunni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Efling gerir sjálfstæðan kjarasamning fyrir hönd starfsfólks á hjúkrunarheimilum, en kjarasamningar þessa hóps hafa á síðustu áratugum ávalt fylgt sjálfkrafa samningi Eflingar við ríkið. 

Önnur atriði úr kröfugerð Eflingarfélaga náðust í gegn, þessi helst:

  • Nýtt starfsheiti, hópstjóri, kemur inn í samning og fylgja því 3 launaþrep. Með starfsheitinu er komið til móts við vaxandi ábyrgð Eflingarfélaga á krefjandi og sérhæfðum störfum á hjúkrunarheimilum, til að mynda lyfjagjöf.
  • Inn kemur ákvæði sem tryggir starfsfólki vistlega aðstöðu til neysluhléa.
  • Ekki er lengur krafist skila á veikindavottorðum vegna styttri veikinda fyrir starfsmenn sem sjaldan eru veikir samkvæmt Bradford-kvarða.
  • Starfsmönnum í 80% eða meira starfshlutfalli er tryggður forgangur á 8. klst. vaktir.
  • Heimildir til kosningar trúnaðarmanna eru auknar verulega, úr hámarki 2 í 5 trúnaðarmenn á vinnustað, eftir stærð vinnustaðar.
  • Launasetning starfsfólks sem sinnir heimaþjónustu á vegum hjúkrunarheimilanna er lagfærð með tilliti til launasetningar sama hóps hjá sveitarfélögum.

Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.

Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október og hefst nú vinna við kynningu á samningnum fyrir félagsfólki Eflingar.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár