Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
Álver Losun frá álverum hefur verið á svipuðu róli í fleiri ár enda verksmiðjum hvorki fjölgað né fækkað. Mynd: Golli

Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðnaði á Íslandi dróst saman um 3,3 prósent milli áranna 2022 og 2023 samkvæmt splunkunýjum bráðabirgðatölum um losun á Íslandi. Fimm fyrirtæki í málmbræðslu falla undir ETS-viðskiptakerfið svokallaða í loftslagsbókhaldinu og losuðu þau í fyrra samtals yfir 40 prósent af allri losun ef frá er talin losun frá landnotkun. 

„Þannig að það verður alltaf dýrara og dýrara, eftir því sem tíminn líður, að losa“
Birgir Urbancic Ásgeirsson,
sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Samdráttur er af hinu góða, enda er það markmiðið með hinu samevrópska ETS-kerfi, þar sem losunarheimildir geta gengið kaupum og sölum, að draga úr losun um heil 62 prósent fyrir árið 2030 miðað við losunina sem var árið 2005. Sífellt mun því þrengja að möguleikum til kaupa fyrirtækja á losunarheimildum sem munu þá verða dýrari eftir því sem þær verða fágætari vara.

En ef litið er nánar á stóriðjuna í uppgjöri ársins 2023 kemur í ljós að losun frá álframleiðslu jókst um 3,6 prósent á milli ára og er 31% af heildarlosun Íslands í fyrra. Lækkun stóriðjunnar í heild er til komin vegna þess að losun frá kísil- og járnblendifyrirtækjum dróst umtalsvert saman. 

Það á sér einfaldar skýringar. Þau síðastnefndu framleiddu einfaldlega minna en árið áður. Að sama skapi framleiddu álfyrirtækin meira og það skýrir aukna losun þeirra. 

Lítið að frétta

En er samdráttur í losun frá stóriðju eingöngu tengdur minni framleiðslu, eru þessi fyrirtæki ekki að gera neitt annað sem skiptir máli í þessu sambandi?

Birgir Urbancic Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir það rétt að breytingar á losun þessa iðnaðar haldist nánast alfarið í hendur við framleiðsluna. 

SérfræðingurBirgir Urbancic Ásgeirsson.

Eina aðra breytu má telja til sem stuðlar að samdrætti en það er notkun á viðarkurli í stað kola líkt og Járnblendið á Grundartanga gerir. Þannig hafi tekist að draga úr losun frá þeirri verksmiðju. „En svona í heildina er þetta í sambandi við framleiðslu og það er lítið að frétta, ef svo mætti segja, í losun frá þessum iðnaði á Íslandi.“

Þetta er svo risastór þáttur þegar kemur að losun. Þyrfti ekki að vera meiri áhersla á þennan geira?

„Nú ertu komin í pólitíkina,“ segir Birgir og hlær létt. Vissulega sé mikilvægt að tækla stóru losunarþættina, til að ná settum markmiðum, en þá kemur að flokkun út frá skuldbindingum. 

Flokkað eftir skuldbindingum

Losun Íslands má almennt skipta í þrjá meginflokka þegar hún er skoðuð út frá skuldbindingum gagnvart ESB. Flokkarnir eru samfélagslosun, landnotkun og losun sem fellur undir ETS, viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Innan viðskiptakerfisins eru stóru einstaka losendurnir, stóriðja og flug. 

Innan samfélagslosunar, þar sem eru samgöngur, úrgangsmálin og allt hitt, þá berum við í raun ábyrgð sem ríkið Ísland, segir Birgir. Við erum búin að skuldbinda okkur til að draga úr okkar losun, líkt og hvert og eitt ríki Evrópu. „Hins vegar, hvað varðar þessa stórnotendur, þá er sá flokkur tekinn út fyrir sviga. Ekki í merkingunni að við ætlum ekki að tækla það, heldur að það er byggt sér kerfi utan um þá. Þar segja menn: Við ætlum ekki að tækla þetta per ríki heldur ætlum við saman sem Evrópa að ná samdrætti, óháð því innan hvaða landamæra það gerist.“

Dýrara og dýrara

Viðskiptakerfið er líkt kvótakerfi, útskýrir Birgir. Það sé ákveðinn kvóti á losun og hann fari minnkandi með hverju árinu. „Þannig að það verður alltaf dýrara og dýrara, eftir því sem tíminn líður, að losa.“ Hugmyndin er sú að rekstraraðilar fari í breytingar hjá sér því það sé ódýrast. Því ef fyrirtækin ná losun niður geta þau selt öðrum heimildir og þeir sem ná því ekki þurfa að kaupa. Þetta þýðir að þar sem hægt er að draga úr losun á sem hagkvæmastan hátt, þar verður dregið úr henni. „Andrúmsloftinu er alveg sama um hvort einhver sameind koltvíoxíðs losni á Ítalíu eða á Íslandi. Við viljum bara minnka þessa losun,“ segir Birgir. 

Fimm stórar verksmiðjur á Íslandi eru innan þessa viðskiptakerfis. Þau sjálf þurfa að greiða fyrir losun með því að kaupa heimildir frá öðrum. Þannig að það á að skapast fjárhagslegur hvati til að draga úr henni. 

Stóru póstarnirÁlframleiðsla er stærsti staki losunarþátturinn á Íslandi.

Samfélagslosunin er gerð upp með öðrum hætti. Kostnaður sem fellur til vegna hennar, ef til þess kemur, lendir á skattgreiðendum. Ef markmið nást ekki þarf að kaupa heimildir frá öðru landi. „Það mætti kannski segja að þó að við sjáum ekki samdrátt á Íslandi hjá þessum aðilum, ál-, kísil- og járnblendifyrirtækjum, þá þýðir það ekki að þátttaka í þessu kerfi skili ekki einhverju. Samdrátturinn verður einhvers staðar annars staðar í Evrópu í staðinn. Því hann er í raun þvingaður með þessum kvóta, með þessum losunarheimildum.“

Birgir segir að eins og staðan er núna sé ekki að sjá að samdráttur verði í losun frá stóriðju hér á landi nema með minni framleiðslu. Nú eða ef einni verksmiðju er lokar, svo dæmi sé tekið.  

Föngun og förgun?

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er að finna aðgerð um að setja upp áætlun sem raungerir föngun frá staðbundnum iðnaði. Aðgerðin er á hugmyndastigi samkvæmt áætluninni. 

Birgir segir að Carbfix-tækninni hafi hingað til verið beitt í tengslum við losun frá Hellisheiðarvirkjun. „Þar hefur koltvíoxíð verið fangað og því dælt niður í jörðina þannig að það steinrennist. Og það hefur minnkað losun frá jarðvarmavirkjunum,“ bendir hann á.

Nú horfi menn til þess hvort hægt sé að fanga koltvíoxíð frá iðnaði – beint frá viðkomandi verksmiðjum. „Það er ekki byrjað að gera slíkt en menn þurfa að skoða hvort það sé hægt og þróa þá til þess tækni – að fanga það og dæla því svo niður.“ Ef þetta myndi raungerast þá myndi losun innan ETS-viðskiptakerfisins minnka. Birgir segir þetta dæmi um hvernig kerfið eigi að virka. Fyrirtæki þurfi að greiða fyrir losun og því sé hvati til þess að finna leiðir til að draga úr henni.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár