Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Líður best í skugganum

John Gustaf­son hef­ur ferð­ast heil­mik­ið en líð­ur best í skugg­an­um. „Þar er meiri frið­ur.“

Líður best í skugganum
„Djonn“ John Gustafson, eða „Djonn“ eins og íslenskukennarinn hans skrifaði hefur ferðast mikið, innan- og utanlands, en líður best í skugganum þar sem er meiri friður. Mynd: Heimildin

Ég er að bíða eftir vinkonu minni, ætla að fara með hana í mat á Búlluna. Hún er barnabarn þeirra sem eiga þetta hús hérna á Bárugötunni. Hún heitir Askja, hún verður 17 ára í janúar. Ég sinni henni dálítið mikið. Ég er búinn að leggja dálítið mikla vinnu í þessa stelpu, hún er helvíti klár og góð sko, spilar í lúðrasveit, kennir yngri krökkum á klarínett og fimleika og er voðalega aktíf í MH. Ég á engin barnabörn en ég er búin að passa hana síðan hún var tveggja daga gömul. Á ég mikið í henni? Já og nei, kannski. Ég ætla að nota tækifærið og umgangast hana sem mest núna af því að það fer að líða að því að hún hefur minna samneyti, það bara fylgir unglingunum. Ég ætla að njóta þess á meðan það varir.

„Ég ætla að njóta þess á meðan það varir.“

Ég er búinn að vera heppinn, ég hef ferðast heilmikið, bæði innanlands og utan. Búinn að sjá mjög mikið af Íslandi en ég er eiginlega hættur að ferðast núna, ég er orðinn slæmur í hægra hnénu, ég labba ekki eins og ég gerði. Ég myndi segja að mitt líf hafi verið ósköp venjulegt, ég vildi hafa það svoleiðis. Mér líður eiginlega best í skugganum. Þar er meiri friður. Ég byrjaði að fara á vesturstrandirnar '72, þá var enginn þarna, þá gastu labbað í tvær, þrjár vikur og rakst ekki á neitt nema refi. Síðast þegar ég fór þarna var þetta hálfpartinn eins og að fara Laugaveginn, allt of mikið af fólki. Sama með Lónsöræfi, ég hef ferðast mikið þar.

Ég myndi vilja fá að sofa í stóra píramídanum í Egyptalandi, en það þykir mér frekar mjög svo ólíklegt. Það er læst á næturnar og það eru verðir þar, þú þarft örugglega að múta þeim með þó nokkuð miklum pening til þess að það myndi ske. En já, ég myndi þrælfíla það, held ég.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár