Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Líður best í skugganum

John Gustaf­son hef­ur ferð­ast heil­mik­ið en líð­ur best í skugg­an­um. „Þar er meiri frið­ur.“

Líður best í skugganum
„Djonn“ John Gustafson, eða „Djonn“ eins og íslenskukennarinn hans skrifaði hefur ferðast mikið, innan- og utanlands, en líður best í skugganum þar sem er meiri friður. Mynd: Heimildin

Ég er að bíða eftir vinkonu minni, ætla að fara með hana í mat á Búlluna. Hún er barnabarn þeirra sem eiga þetta hús hérna á Bárugötunni. Hún heitir Askja, hún verður 17 ára í janúar. Ég sinni henni dálítið mikið. Ég er búinn að leggja dálítið mikla vinnu í þessa stelpu, hún er helvíti klár og góð sko, spilar í lúðrasveit, kennir yngri krökkum á klarínett og fimleika og er voðalega aktíf í MH. Ég á engin barnabörn en ég er búin að passa hana síðan hún var tveggja daga gömul. Á ég mikið í henni? Já og nei, kannski. Ég ætla að nota tækifærið og umgangast hana sem mest núna af því að það fer að líða að því að hún hefur minna samneyti, það bara fylgir unglingunum. Ég ætla að njóta þess á meðan það varir.

„Ég ætla að njóta þess á meðan það varir.“

Ég er búinn að vera heppinn, ég hef ferðast heilmikið, bæði innanlands og utan. Búinn að sjá mjög mikið af Íslandi en ég er eiginlega hættur að ferðast núna, ég er orðinn slæmur í hægra hnénu, ég labba ekki eins og ég gerði. Ég myndi segja að mitt líf hafi verið ósköp venjulegt, ég vildi hafa það svoleiðis. Mér líður eiginlega best í skugganum. Þar er meiri friður. Ég byrjaði að fara á vesturstrandirnar '72, þá var enginn þarna, þá gastu labbað í tvær, þrjár vikur og rakst ekki á neitt nema refi. Síðast þegar ég fór þarna var þetta hálfpartinn eins og að fara Laugaveginn, allt of mikið af fólki. Sama með Lónsöræfi, ég hef ferðast mikið þar.

Ég myndi vilja fá að sofa í stóra píramídanum í Egyptalandi, en það þykir mér frekar mjög svo ólíklegt. Það er læst á næturnar og það eru verðir þar, þú þarft örugglega að múta þeim með þó nokkuð miklum pening til þess að það myndi ske. En já, ég myndi þrælfíla það, held ég.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár