Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir „mjög al­var­legt“ þeg­ar stjórn­mála­menn veiti kyn­þátta­for­dóm­um og út­lend­inga­h­atri lög­mæti. „Því við vit­um að ef stjórn­mál­in taka sér áhersl­ur í munn af þessu tagi, þá fær­ast normin í sam­fé­lag­inu og þetta sjá­um við alls stað­ar í lönd­un­um í kring­um okk­ur,“ seg­ir hún.

Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu
VG Svandís Svavarsdóttir gaf kost á sér til formannsembættis VG fyrir rúmri viku og ólíklegt er að hún fái mótframboð. Mynd: Golli

Popúlismi er partur af íslensku flokkakerfi, því miður, sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í viðtali við Heimildina í síðustu viku, spurð hvort hún teldi íslenska stjórnmálamenn eiga það til að fiska í gruggugu vatni, með nálgun sinni á málefni útlendinga. 

Ekki vildi Svandís nefna nein sérstök dæmi í samtali sínu við blaðamann, en sagði að það væri „ákveðin tilhneiging á Vesturlöndum þessi misserin til þess að kynþáttafordómum og útlendingahatri vaxi ásmegin“ og „mjög alvarlegt þegar stjórnmálaflokkar nýta sér slíkar hreyfingar og gefa þeim lögmæti með því að nota þær í pólitískri orðræðu“. 

„Því við vitum að ef stjórnmálin taka sér áherslur í munn af þessu tagi, þá færast normin í samfélaginu og þetta sjáum við alls staðar í löndunum í kringum okkar, að þegar við erum komin með stjórnmálaflokka og stjórnmálahreyfingar sem gera sér mat úr andúð á fólki úr öðrum menningarheimum eða af öðrum uppruna, þá aukast líkur á því að það verði hluti af almennri umræðu. Þar með verður óöruggt fyrir fólk af erlendum uppruna að vera þátttakandi í samfélaginu,“ sagði Svandís.

Innviðirnir áskorun, ekki fjöldinn

Svandís sagði einnig að ef umræðan hérlendis þróaðist með þeim hætti, að fjölgun fólks af erlendum uppruna í samfélaginu – og þar sé hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd lítið brot – sé orðin vandamál, sé það birtingarmynd þess að treysta þurfi innviði samfélagsins. 

„Stóru áskoranirnar snúast ekki um fjöldann sem kemur, heldur um inngildinguna og innviðina og að við stóraukum áherslu á að innflytjendur geti í raun og veru verið þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Svandís. Þessum áskorunum, líkt og mörgum öðrum, segir Svandís að verði ekki mætt með lausnum markaðarins.

Nánar er rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið í heild sinni má lesa hér. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgir Hauksson skrifaði
    Það er lítil eftirspurn eftir þessari manneskju og flokki hennar.
    Dómgreindarleysið gagnvart ástandinu í Evrópu vegna holskeflu flóttamanna er hættulegt.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu