Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir „mjög al­var­legt“ þeg­ar stjórn­mála­menn veiti kyn­þátta­for­dóm­um og út­lend­inga­h­atri lög­mæti. „Því við vit­um að ef stjórn­mál­in taka sér áhersl­ur í munn af þessu tagi, þá fær­ast normin í sam­fé­lag­inu og þetta sjá­um við alls stað­ar í lönd­un­um í kring­um okk­ur,“ seg­ir hún.

Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu
VG Svandís Svavarsdóttir gaf kost á sér til formannsembættis VG fyrir rúmri viku og ólíklegt er að hún fái mótframboð. Mynd: Golli

Popúlismi er partur af íslensku flokkakerfi, því miður, sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í viðtali við Heimildina í síðustu viku, spurð hvort hún teldi íslenska stjórnmálamenn eiga það til að fiska í gruggugu vatni, með nálgun sinni á málefni útlendinga. 

Ekki vildi Svandís nefna nein sérstök dæmi í samtali sínu við blaðamann, en sagði að það væri „ákveðin tilhneiging á Vesturlöndum þessi misserin til þess að kynþáttafordómum og útlendingahatri vaxi ásmegin“ og „mjög alvarlegt þegar stjórnmálaflokkar nýta sér slíkar hreyfingar og gefa þeim lögmæti með því að nota þær í pólitískri orðræðu“. 

„Því við vitum að ef stjórnmálin taka sér áherslur í munn af þessu tagi, þá færast normin í samfélaginu og þetta sjáum við alls staðar í löndunum í kringum okkar, að þegar við erum komin með stjórnmálaflokka og stjórnmálahreyfingar sem gera sér mat úr andúð á fólki úr öðrum menningarheimum eða af öðrum uppruna, þá aukast líkur á því að það verði hluti af almennri umræðu. Þar með verður óöruggt fyrir fólk af erlendum uppruna að vera þátttakandi í samfélaginu,“ sagði Svandís.

Innviðirnir áskorun, ekki fjöldinn

Svandís sagði einnig að ef umræðan hérlendis þróaðist með þeim hætti, að fjölgun fólks af erlendum uppruna í samfélaginu – og þar sé hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd lítið brot – sé orðin vandamál, sé það birtingarmynd þess að treysta þurfi innviði samfélagsins. 

„Stóru áskoranirnar snúast ekki um fjöldann sem kemur, heldur um inngildinguna og innviðina og að við stóraukum áherslu á að innflytjendur geti í raun og veru verið þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Svandís. Þessum áskorunum, líkt og mörgum öðrum, segir Svandís að verði ekki mætt með lausnum markaðarins.

Nánar er rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið í heild sinni má lesa hér. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgir Hauksson skrifaði
    Það er lítil eftirspurn eftir þessari manneskju og flokki hennar.
    Dómgreindarleysið gagnvart ástandinu í Evrópu vegna holskeflu flóttamanna er hættulegt.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár