Borðar þrjá banana daglega og er nánast laus við krampana

Sigrún Jóns­dótt­ir vakn­aði um nótt með sára krampa. Þeir höfðu hrjáð hana um nokkra hríð en hún greind­ist með Park­in­son-sjúk­dóm­inn nýorð­in fimm­tug. Sigrún ákvað að reyna nýtt ráð þessa nótt, að borða ban­ana. Síð­an þá hef­ur hún borð­að þrjá slíka dag­lega og er nokk­urn veg­inn laus við kramp­ana. Vís­ind­in styðja reynslu Sigrún­ar.

Borðar þrjá banana daglega og er nánast laus við krampana
Með ávöxtinn Sigrún hefur fundið mikinn mun á sér síðan hún fór að borða þrjá banana daglega. Ávöxturinn er stútfullur af góðum næringarefnum og segir næringarfræðingur í góðu lagi að borða þrjá slíka ef fólki líður vel af slíkri neyslu. Mynd: Golli

Bananar eru bæði bragðgóðir og afar hollir. Þeir eru mikið notaðir í sæta þeytinga, í kökur og fleira. Bananar eru trefja- og næringarríkir. Má þar nefna steinefnin kalíum og magnesíum, sem eru lífsnauðsynleg steinefni fyrir líkamann og stuðla meðal annars að eðlilegum samdrætti vöðva í líkamanum, þar á meðal hjartavöðvans.

Magnesíum gegnir mikilvægu hlutverki í slökun vöðva. Að borða mat sem inniheldur magnesíum getur hjálpað til við að draga úr vöðvakrömpum sem allir geta fengið eftir að hafa stundað líkamsæfingar. Margir íþróttamenn borða daglega banana til að fá skjótfengna orku og fyrir endurheimt vöðva en vöðvakrampar eru fylgifiskur margra íþróttagreina, til að mynda knattspyrnu.

Taugafrumur í heila framleiða taugaboðefnið dópamín sem er bæði nauðsynlegt fyrir taugakerfið en dópamín stjórnar hreyfingu og jafnvægi í líkamanum. Hjá fólki með Parkinsonssjúkdóminn, sem er taugahrörnunarsjúkdómur, kemst ójafnvægi á dópamínframleiðslu og með tímanum hætta frumur að mynda dópamín sem veldur þá óeðlilegum hreyfingum Parkinsonssjúklinga.

Eins …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
5
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár