Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Óþarfa losun CO2 jafnast á við alla losun Danmerkur

Illa ein­angr­uð hús í Bretlandi valda því að mik­il orka tap­ast og meiri orku, sem fæst úr kola- og gasver­um, þarf til að kynda þau.

Óþarfa losun CO2 jafnast á við alla losun Danmerkur
Orkusóun Einangrun húsa skiptir sköpum þegar kemur að því að nýta orku sem framleidd er vel. Mynd: AFP

Illa einangruð heimili á Englandi og í Wales verða til þess að 30 milljón tonn af koldíoxíð (CO2) losna að óþörfu út í andrúmsloftið. Það jafnast á við losun allrar Danmerkur. Með því að einangra hús betur væri hægt að koma í veg fyrir þessa umfram losun. Það er hins vegar ekki einfalt verk því talið er að um 14 þúsund heimili þurfi slíkar endurbætur að því er ný rannsókn samtakanna Friends of the Earth hefur leitt í ljós.

Miðað við núverandi hraða á endurbótum mun það að mati samtakanna taka 90 ár að einangra þau öll svo þau uppfylli nútímakröfur. Fjölmörg umhverfisverndarsamtök hafa nú tekið saman höndum og skora á nýja ríkisstjórn að setja verkefni til að draga úr orkusóun framar í forgangsröðina.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar
6
Fréttir

Mennt­að­ar ung­ar kon­ur í Reykja­vík lík­leg­ast­ar til að vilja banna hval­veið­ar

Reyk­vík­ing­ar, há­skóla­borg­ar­ar, kon­ur, ungt fólk og stuðn­ings­menn flokka sem eru ekki á þingi og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru þeir hóp­ar í sam­fé­lag­inu sem helst vilja banna hval­veið­ar með lög­um. Ný könn­un um veið­arn­ar sýn­ir að meiri­hluti lands­manna var óánægð­ur með að Bjarni Bene­dikts­son veitti Hval hf. leyfi til lang­reyða­veiða á síð­ustu dög­um valda­tíð­ar sinn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár