Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skrúfað fyrir Bjarna hjá Sameinuðu þjóðunum

Bjarni Bene­dikts­son fékk ekki að klára ræðu sína á leið­toga­fundi Sam­ein­uðu þjóð­anna á sunnu­dag­inn vegna þess að slökkt var á hljóð­nema hans. Í ræð­unni lagði Bjarni áherslu á heil­brigði hafs­ins og for­dæmdi harð­lega áhrif vopn­aðra átaka á al­menna borg­ara.

Í miðri setningu Bjarni var stöðvaður í miðjum klíðum þegar hann flutti ræðuna.

Slökkt var á hljóðnema Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra áður en ávarpi hans lauk á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg á sunnudaginn var. Bjarni talaði í rétt rúmlega fimm mínútur en fór yfir þann tíma sem honum hafði verið úthlutað og fékk ekki að ljúka við ræðu sína.

Í ávarpinu lagði Bjarni áherslu á heilbrigði hafsins og það að virðing væri borin fyrir landamærum ríkja. Hann fagnaði samþykktum um jafnrétti kynjanna og sagði mikilvægt að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann fordæmdi það að almennir borgarar yrðu fyrir áhrifum vopnaðra átaka og nefndi að ekki nægði að ítreka fyrri skuldbindingar til þess að endurheimta tapað traust á alþjóðlegri samvinnu.

Bjarni skrifaði á Facebook í gær að það hefði verið heiður að ávarpa fundinn fyrir Íslands hönd. Hér má sjá ræðu Bjarna í heild sinni:

Sameinuðu þjóðirnar

Sáttmáli um framtíðina undirritaður

Á leiðtogafundinum undirrituðu ríki Sameinuðu þjóðanna Framtíðarsáttmála, sem sagður er marka þáttaskil og framtíðarstefnu fjölda málefna. Sáttmálinn inniheldur 56 skuldbindingar, sem varða meðal annars alþjóðasamvinnu, loftslagsmál, stafræna þróun, afvopnun og mannréttindi.

Á sunnudaginn hitti Bjarni António Guterres, aðalframkvæmdastjóra SÞ. Þeir ræddu fundinn, samþykktir hans, málefni Úkraínu auk ástandsins í Mið-Austurlöndum. 

„Ég átti góðan fund með Antonio Guterres, aðalritara SÞ. Við ræddum af hreinskilni um ógnir samtímans, m.a. stríðsátök þar sem alþjóðalög eru virt að vettugi,“ skrifar Bjarni á Facebook-síðu sína.

„Ísland á allt sitt undir því að slíkar leikreglur séu virtar. Við megum aldrei sofna á verðinum eða líta svo á að við séum ónæm fyrir þróun heimsmálanna. Miklu máli skiptir í þessu samhengi að Sameinuðu þjóðirnar séu traustur vettvangur til lausnar deilumála og samstarfs ólíkra ríkja,“ sagði Bjarni enn fremur.

Ekki náðist í forsætisráðherra við vinnslu þessarar fréttar. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    "Hvað sagðirðu árás?"
    4
  • Kári Jónsson skrifaði
    Mjög líklegt er að við (kjósendur) höfum sjálfsval um það eftir næstu kosningar (fyrr en seinna) að skrúfa endanlega niður í spillingar-pésanum Bjarna Ben.
    4
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta mættu Íslendingar taka sér til fyrirmyndar. Hér fær hann að tala út í það endalausa og sveigja málefnið sér í hag.
    5
  • Hahahahahah það væri óskandi að það væri skrúfað endanlega niður í þessum!
    4
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Fleirum en mér þótt hann leiðinlegut
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár