Formaður VG styður Svandísi til formanns

Starf­andi formað­ur VG, Guð­mund­ur Ingi, gef­ur kost á sér til embætt­is vara­for­manns og lýs­ir yf­ir stuðn­ingi við Svandísi Svavars­dótt­ur sem næsti formað­ur. Jó­dís Skúla­dótt­ir til­kynnti einnig í dag um fram­boð sitt til vara­for­manns. Fer­ill þeirra inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar er tölu­vert ólík­ur.

Formaður VG styður Svandísi til formanns
Guðmundur Ingi ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns en vill aftur verða varaformaður VG Mynd: Golli

 


Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns. Hann lýsir yfir stuðningi við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra sem næsta formann flokksins og gefur kost á sér sem varaformaður. 

Landsfundur VG verður haldinn í Reykjavík helgina 4.-6. október og þá verður nýr formaður kjörinn. 

Guðmundur Ingi tók við sem formaður þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi formaður, sagði af sér og gaf kost á sér til embættis forseta Íslands. Þangað til hafði Guðmundur Ingi verið varaformaður. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur hann þreifað fyrir sér vegna mögulegt formannsframboðs en hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í það embætti. 

Svandís Svavarsdóttir hefur verið orðuð við formannsembættið eftir brotthvarf Katrínar en hún hefur ekki opinberlega staðfest að hún ætli að bjóða sig fram. Sá orðrómur fær þó byr undir báða vængi nú þegar starfandi formaður lýsir yfir stuðningi við hana. 

Í færslu sem Guðmundur Ingi birti á Facebooksíðu sinni nú síðdegis segir hann það hafa verið heiður að leiða hreyfinguna síðan í vor. Ég hef hins vegar tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram til formanns að þessu sinni. Ég hef sinnt þessu hlutverki af auðmýkt en tel þessa ákvörðun rétta. Engum treysti ég betur til að leiða hreyfinguna okkar að loknum landsfundi en Svandísi Svavarsdóttur og ég hef greint henni frá þeirri afstöðu minni,“ segir Guðmundur Ingi. 

Hann segist stoltur af mörgu sem VG hafi áorkað undir sinni forystu „sérstaklega fjölmörgum mikilvægum þingmálum sem við kláruðum í vor, eins og breytingum á örorkulífeyriskerfinu, mannréttindastofnun og fjölmörgum kjarasamningstengdum málum sem munu auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu,“ segir hann.

Í færslunni tekur hann fram að hann sé með þessu alls ekki að hætta í stjórnmálum: Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi.

Jódís Skúladóttir þingmaður tilkynnti einnig í dag að hún gæfi kost á sér til embættis varaformanns VG. Hún skrifar á Facebook að hún telji að stefna VG standi fyrir sínu og það sé kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. 

 Ég geng inn á landsfund til að hlusta á félaga mína alls staðar af landinu, eiga þar opinskátt og heiðarlegt samtal um stöðuna sem við erum nú í og taka sameiginlegar ákvarðanir um næstu skref. Ég býð fram mína krafta til að starfa í þágu stefnu VG og tel að íslenskt samfélag þurfi á öflugri vinstri hreyfingu að halda sem talar máli náttúru, friðar og kvenfrelsis í hvívetna. Og lætur verkin tala.

Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi,“ segir Jódís. 

Ferill þeirra Guðmundar Inga og Jódísar innan flokksins er töluvert ólíkur. Guðmundur Ingi kom inn sem fagráðherra umhverfismála árið 2017 í fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og hefur að undanförnu sem starfandi formaður komið beint að ýmsum umdeildum málum í ríkisstjórnarsamstarfi hreyfingarinnar með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, á meðan Jódís var kjörin þingmaður árið 2021 og hefur gagnrýnt forystuna opinberlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hrafnhildur er dauðþreytt á rasistum: „Ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið“
8
Fréttir

Hrafn­hild­ur er dauð­þreytt á ras­ist­um: „Ég myndi aldrei leggj­ast jafn lágt og þið“

Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir er orð­in þreytt á kyn­þátta­for­dóm­um sem hún hef­ur upp­lif­að síð­an hún var í leik­skóla. Frá því í sum­ar seg­ir hún hafa ver­ið gelt á sig á ótal stöð­um við ótal tæki­færi, hvort sem hún er á leið í skóla, í versl­un­um eða á leið heim í strætó. Hrafn­hild­ur kall­ar eft­ir því að sam­fé­lag­ið axli ábyrgð á því að út­rýma kyn­þátta­for­dóm­um, það sé ekki á henn­ar ábyrgð
Kjósendur vilji ekki hermikráku
9
FréttirBaráttan um íhaldsfylgið

Kjós­end­ur vilji ekki hermikráku

Gunn­hild­ur Lily Magnús­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Mal­mö, seg­ir að alls stað­ar í Evr­ópu hafi hóf­sam­ir hægri­flokk­ar að ein­hverju leyti tek­ið upp harða flótta­manna­stefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórn­mál­anna. Marg­ir kjós­end­ur gömlu hægri flokk­anna vilji þó ekki eft­ir­herm­ur og kjósi því flokka sem hafi fyrst tal­að fyr­ir harð­ari flótta­manna­stefnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
4
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
6
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.

Mest lesið í mánuðinum

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
6
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár