Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Formaður VG styður Svandísi til formanns

Starf­andi formað­ur VG, Guð­mund­ur Ingi, gef­ur kost á sér til embætt­is vara­for­manns og lýs­ir yf­ir stuðn­ingi við Svandísi Svavars­dótt­ur sem næsti formað­ur. Jó­dís Skúla­dótt­ir til­kynnti einnig í dag um fram­boð sitt til vara­for­manns. Fer­ill þeirra inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar er tölu­vert ólík­ur.

Formaður VG styður Svandísi til formanns
Guðmundur Ingi ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns en vill aftur verða varaformaður VG Mynd: Golli

 


Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns. Hann lýsir yfir stuðningi við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra sem næsta formann flokksins og gefur kost á sér sem varaformaður. 

Landsfundur VG verður haldinn í Reykjavík helgina 4.-6. október og þá verður nýr formaður kjörinn. 

Guðmundur Ingi tók við sem formaður þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi formaður, sagði af sér og gaf kost á sér til embættis forseta Íslands. Þangað til hafði Guðmundur Ingi verið varaformaður. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur hann þreifað fyrir sér vegna mögulegt formannsframboðs en hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í það embætti. 

Svandís Svavarsdóttir hefur verið orðuð við formannsembættið eftir brotthvarf Katrínar en hún hefur ekki opinberlega staðfest að hún ætli að bjóða sig fram. Sá orðrómur fær þó byr undir báða vængi nú þegar starfandi formaður lýsir yfir stuðningi við hana. 

Í færslu sem Guðmundur Ingi birti á Facebooksíðu sinni nú síðdegis segir hann það hafa verið heiður að leiða hreyfinguna síðan í vor. Ég hef hins vegar tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram til formanns að þessu sinni. Ég hef sinnt þessu hlutverki af auðmýkt en tel þessa ákvörðun rétta. Engum treysti ég betur til að leiða hreyfinguna okkar að loknum landsfundi en Svandísi Svavarsdóttur og ég hef greint henni frá þeirri afstöðu minni,“ segir Guðmundur Ingi. 

Hann segist stoltur af mörgu sem VG hafi áorkað undir sinni forystu „sérstaklega fjölmörgum mikilvægum þingmálum sem við kláruðum í vor, eins og breytingum á örorkulífeyriskerfinu, mannréttindastofnun og fjölmörgum kjarasamningstengdum málum sem munu auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu,“ segir hann.

Í færslunni tekur hann fram að hann sé með þessu alls ekki að hætta í stjórnmálum: Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi.

Jódís Skúladóttir þingmaður tilkynnti einnig í dag að hún gæfi kost á sér til embættis varaformanns VG. Hún skrifar á Facebook að hún telji að stefna VG standi fyrir sínu og það sé kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. 

 Ég geng inn á landsfund til að hlusta á félaga mína alls staðar af landinu, eiga þar opinskátt og heiðarlegt samtal um stöðuna sem við erum nú í og taka sameiginlegar ákvarðanir um næstu skref. Ég býð fram mína krafta til að starfa í þágu stefnu VG og tel að íslenskt samfélag þurfi á öflugri vinstri hreyfingu að halda sem talar máli náttúru, friðar og kvenfrelsis í hvívetna. Og lætur verkin tala.

Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi,“ segir Jódís. 

Ferill þeirra Guðmundar Inga og Jódísar innan flokksins er töluvert ólíkur. Guðmundur Ingi kom inn sem fagráðherra umhverfismála árið 2017 í fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og hefur að undanförnu sem starfandi formaður komið beint að ýmsum umdeildum málum í ríkisstjórnarsamstarfi hreyfingarinnar með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, á meðan Jódís var kjörin þingmaður árið 2021 og hefur gagnrýnt forystuna opinberlega.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár