Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Formaður VG styður Svandísi til formanns

Starf­andi formað­ur VG, Guð­mund­ur Ingi, gef­ur kost á sér til embætt­is vara­for­manns og lýs­ir yf­ir stuðn­ingi við Svandísi Svavars­dótt­ur sem næsti formað­ur. Jó­dís Skúla­dótt­ir til­kynnti einnig í dag um fram­boð sitt til vara­for­manns. Fer­ill þeirra inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar er tölu­vert ólík­ur.

Formaður VG styður Svandísi til formanns
Guðmundur Ingi ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns en vill aftur verða varaformaður VG Mynd: Golli

 


Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns. Hann lýsir yfir stuðningi við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra sem næsta formann flokksins og gefur kost á sér sem varaformaður. 

Landsfundur VG verður haldinn í Reykjavík helgina 4.-6. október og þá verður nýr formaður kjörinn. 

Guðmundur Ingi tók við sem formaður þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi formaður, sagði af sér og gaf kost á sér til embættis forseta Íslands. Þangað til hafði Guðmundur Ingi verið varaformaður. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur hann þreifað fyrir sér vegna mögulegt formannsframboðs en hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í það embætti. 

Svandís Svavarsdóttir hefur verið orðuð við formannsembættið eftir brotthvarf Katrínar en hún hefur ekki opinberlega staðfest að hún ætli að bjóða sig fram. Sá orðrómur fær þó byr undir báða vængi nú þegar starfandi formaður lýsir yfir stuðningi við hana. 

Í færslu sem Guðmundur Ingi birti á Facebooksíðu sinni nú síðdegis segir hann það hafa verið heiður að leiða hreyfinguna síðan í vor. Ég hef hins vegar tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram til formanns að þessu sinni. Ég hef sinnt þessu hlutverki af auðmýkt en tel þessa ákvörðun rétta. Engum treysti ég betur til að leiða hreyfinguna okkar að loknum landsfundi en Svandísi Svavarsdóttur og ég hef greint henni frá þeirri afstöðu minni,“ segir Guðmundur Ingi. 

Hann segist stoltur af mörgu sem VG hafi áorkað undir sinni forystu „sérstaklega fjölmörgum mikilvægum þingmálum sem við kláruðum í vor, eins og breytingum á örorkulífeyriskerfinu, mannréttindastofnun og fjölmörgum kjarasamningstengdum málum sem munu auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu,“ segir hann.

Í færslunni tekur hann fram að hann sé með þessu alls ekki að hætta í stjórnmálum: Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi.

Jódís Skúladóttir þingmaður tilkynnti einnig í dag að hún gæfi kost á sér til embættis varaformanns VG. Hún skrifar á Facebook að hún telji að stefna VG standi fyrir sínu og það sé kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. 

 Ég geng inn á landsfund til að hlusta á félaga mína alls staðar af landinu, eiga þar opinskátt og heiðarlegt samtal um stöðuna sem við erum nú í og taka sameiginlegar ákvarðanir um næstu skref. Ég býð fram mína krafta til að starfa í þágu stefnu VG og tel að íslenskt samfélag þurfi á öflugri vinstri hreyfingu að halda sem talar máli náttúru, friðar og kvenfrelsis í hvívetna. Og lætur verkin tala.

Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi,“ segir Jódís. 

Ferill þeirra Guðmundar Inga og Jódísar innan flokksins er töluvert ólíkur. Guðmundur Ingi kom inn sem fagráðherra umhverfismála árið 2017 í fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og hefur að undanförnu sem starfandi formaður komið beint að ýmsum umdeildum málum í ríkisstjórnarsamstarfi hreyfingarinnar með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, á meðan Jódís var kjörin þingmaður árið 2021 og hefur gagnrýnt forystuna opinberlega.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár