Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Formaður VG styður Svandísi til formanns

Starf­andi formað­ur VG, Guð­mund­ur Ingi, gef­ur kost á sér til embætt­is vara­for­manns og lýs­ir yf­ir stuðn­ingi við Svandísi Svavars­dótt­ur sem næsti formað­ur. Jó­dís Skúla­dótt­ir til­kynnti einnig í dag um fram­boð sitt til vara­for­manns. Fer­ill þeirra inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar er tölu­vert ólík­ur.

Formaður VG styður Svandísi til formanns
Guðmundur Ingi ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns en vill aftur verða varaformaður VG Mynd: Golli

 


Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns. Hann lýsir yfir stuðningi við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra sem næsta formann flokksins og gefur kost á sér sem varaformaður. 

Landsfundur VG verður haldinn í Reykjavík helgina 4.-6. október og þá verður nýr formaður kjörinn. 

Guðmundur Ingi tók við sem formaður þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi formaður, sagði af sér og gaf kost á sér til embættis forseta Íslands. Þangað til hafði Guðmundur Ingi verið varaformaður. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur hann þreifað fyrir sér vegna mögulegt formannsframboðs en hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í það embætti. 

Svandís Svavarsdóttir hefur verið orðuð við formannsembættið eftir brotthvarf Katrínar en hún hefur ekki opinberlega staðfest að hún ætli að bjóða sig fram. Sá orðrómur fær þó byr undir báða vængi nú þegar starfandi formaður lýsir yfir stuðningi við hana. 

Í færslu sem Guðmundur Ingi birti á Facebooksíðu sinni nú síðdegis segir hann það hafa verið heiður að leiða hreyfinguna síðan í vor. Ég hef hins vegar tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram til formanns að þessu sinni. Ég hef sinnt þessu hlutverki af auðmýkt en tel þessa ákvörðun rétta. Engum treysti ég betur til að leiða hreyfinguna okkar að loknum landsfundi en Svandísi Svavarsdóttur og ég hef greint henni frá þeirri afstöðu minni,“ segir Guðmundur Ingi. 

Hann segist stoltur af mörgu sem VG hafi áorkað undir sinni forystu „sérstaklega fjölmörgum mikilvægum þingmálum sem við kláruðum í vor, eins og breytingum á örorkulífeyriskerfinu, mannréttindastofnun og fjölmörgum kjarasamningstengdum málum sem munu auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu,“ segir hann.

Í færslunni tekur hann fram að hann sé með þessu alls ekki að hætta í stjórnmálum: Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi.

Jódís Skúladóttir þingmaður tilkynnti einnig í dag að hún gæfi kost á sér til embættis varaformanns VG. Hún skrifar á Facebook að hún telji að stefna VG standi fyrir sínu og það sé kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. 

 Ég geng inn á landsfund til að hlusta á félaga mína alls staðar af landinu, eiga þar opinskátt og heiðarlegt samtal um stöðuna sem við erum nú í og taka sameiginlegar ákvarðanir um næstu skref. Ég býð fram mína krafta til að starfa í þágu stefnu VG og tel að íslenskt samfélag þurfi á öflugri vinstri hreyfingu að halda sem talar máli náttúru, friðar og kvenfrelsis í hvívetna. Og lætur verkin tala.

Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi,“ segir Jódís. 

Ferill þeirra Guðmundar Inga og Jódísar innan flokksins er töluvert ólíkur. Guðmundur Ingi kom inn sem fagráðherra umhverfismála árið 2017 í fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og hefur að undanförnu sem starfandi formaður komið beint að ýmsum umdeildum málum í ríkisstjórnarsamstarfi hreyfingarinnar með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, á meðan Jódís var kjörin þingmaður árið 2021 og hefur gagnrýnt forystuna opinberlega.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár