María Gunnarsdóttir er prestlærð og starfar sem deildarstjóri á leikskóla og við sálgæslu. Hún og eiginmaður hennar, Björn Vilhjálmsson, eignuðust barn árið 2000 sem fæddist í líkama drengs en kom síðar út sem trans stúlka. Barnið óx úr grasi og hafði meðal annars áhuga á tölvuleikjum og tónlist og það teiknaði mikið. Svo lék það sér mikið við systur sína og frænku.
Barn Björns og Maríu fór að finna fyrir þunglyndi 13 ára. „Það var mjög erfitt að fá hana út úr húsi og hún var farin að einangra sig mikið og var ekki með neinum vinum. Ég hélt að þetta væri kannski eðlilegur prósess þar sem hún var að verða unglingur. Við fórum með hana í fimm viðtöl til barnasálfræðinga en það kom ekkert út úr því nema að þau sögðust ekkert geta gert fyrir okkur þar sem hún tjáði sig ekki.“
Einhverju sinni fóru þau saman í klippingu …
Athugasemdir