Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einn haförn á ári yrði spöðunum að bráð

Qa­ir Ice­land byggði nið­ur­stöð­ur á áflugs­hættu hafarna á vind­myll­ur áform­aðs orku­vers að­eins á hluta þeirra gagna sem fyr­ir­tæk­ið hafði að­gang að. Það leiddi til van­mats á hætt­unni að mati Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar sem seg­ir að finna ætti vindorku­ver­inu aðra stað­setn­ingu en fuglap­ara­dís­ina á Laxár­dals­heiði.

Einn haförn á ári yrði spöðunum að bráð
Ránfugl á válista Um 90 arnarpör eru í landinu en frjósemi þeirra er lítil og því stækkar stofninn hægt. Hann er þó á bátavegi eftir að hafa verið nánast horfinn skömmu eftir aldamótin 1900. Mynd: Golli

Á Laxárdalsheiðinni þar sem Qair Iceland áformar að reisa 29 vindmyllur, hverja um 200 metra á hæð, er ríkulegt fuglalíf. Vindorkuverið yrði innan Dalabyggðar en áhrifanna, meðal annars hinna sjónrænu, myndi gæta mun víðar. Þessi virkjanahugmynd hefur verði kennd við Sólheima, jörðina sem hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði tilheyrir. Þá jörð keypti félag í eigu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherraoog fjölskyldu hans árið 2015. Aðeins tvö vindorkuver hafa verið færð inn á aðalskipulag sveitarfélaga á Íslandi og er Sólheimaverið annað þeirra.

Frá því að hugmyndin um að reisa hin miklu mannvirki á Laxárdalsheiðinni komu fram hafa þeir sem þekkja til bent á að svæðið, sem er alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði, er í flugleið hafarna. Haförn er sem kunnugt er á válista yfir tegundir í hættu og margir hafa lagt mikið á sig til að vernda þessa stærstu ránfugla sem finnast hér á landi. Vegna þessa lögðu Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun ríka áherslu á …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Finnbjörn Gíslason skrifaði
    Mér finnst Náttúrufræðistofnun fara offari gagnvart hvers konar virkjunum sem koma til tals í þjóðfélaginu og bera við ýmsum ástæðum s.s. fuglavernd, dýravernd almennt, sjónmengun, óspillt landsvæði og svo mætti áfram telja. Á sama tíma er talað um núverandi og viðvarandi raforkuskort um allt land.

    En hvergi má virkja hvorki vind né vatnsorku og gufuafls virkjanir þótt heilu bæjarfélögin og grunn atvinnuvegir þurfi að brenna jarðefni til raforkuframleiðslu hvort tveggja til húshitunar og/eða fyrirtækja til vinnslu sinna afurða. Að ekki sé talað um rafvæðingu bíla, skipa og flugvéla sem öll brenna jarðefnaeldsneyti og menga þess vegna alla jörðina.

    Náttúruvernd nær yfir svo miklu víðara svið en að hindra að byggð séu ný vatnsorkuver, gufuaflsvirkjanir og vindmillur, að ekki sé minnst á hlýnun Jarðar sem mannkynið allt stuðlar að beint eða óbeint. Verndun sjávarins sem við, íslensk þjóð, og allt líf á Jörðinni byggir á. Er ekki kominn tími til að Náttúrufræðistofnun bendi á raunhæfar lausnir á þessum málum.
    Finnbjörn Gíslason.
    -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár