Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þessi ríkisstjórn er náttúrulega þannig að hún þrælast í gegn um hvað sem er“

Svandís Svavars­dótt­ir inn­viða­ráð­herra seg­ist ekki hafa áhyggj­ur af rík­is­stjórn­inni í tengsl­um við yf­ir­vof­andi brott­vís­un Yaz­ans Tamimi. „Ég held að hún sé löngu vax­in upp úr því að mað­ur sé að hafa ein­hverj­ar sér­stak­ar áhyggj­ur af henni.“

„Þessi ríkisstjórn er náttúrulega þannig að hún þrælast í gegn um hvað sem er“

„Við ræddum málið frá mörgum sjónarhornum og það var mjög mikilvægt að það var orðið við þessari ósk okkar í VG að málið yrði tekið á dagskrá og rætt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra, eftir ríkisstjórnarfund sem lauk skömmu fyrir hádegi en þar var rætt um mál hins ellefu ára Yazans Tamimi sem vísa átti úr landi í gær en brottvísunin stöðvuð af dómsmálaráðherra á síðustu stundu. 

Svandís segir mál hins palestínska Yazans, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, „rífa í hjartað. Málið var á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun að beiðni Vinstri grænna. 

Ráðherrar ekki á sömu blaðsíðu

Svandís segir fundinn hafa verið gagnlegan og fjölbreytt sjónarmið undir. „Það er ekki þannig að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu nákvæmlega á sömu blaðsíðu í þessu máli,” segir hún. 

Spurð hvað hún eigi við með því að ekki séu allir á sömu blaðsíðu segir Svandís: „Það er ekkert sem kemur á óvart. Það er það sem kemur fram bara í viðtölum við okkur,” segir hún. 

Á fundinum hafi þau rætt málið sérstaklega út frá hagsmunum barna og út frá hagsmunum þeirra sem sæta lögregluaðgerð á meðan þeir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi. Deildar meiningar hafi verið um þetta en í grunninn hafi samtalið á fundinum verið gott. 

Fundurinn leiddi hins vegar ekki af sér neina eiginlega niðurstöðu í máli Yazan. „Það er náttúrlega ekki á borði ríkisstjórnarinnar í sjálfu sér að taka ákvarðanir um það en um leið þá held ég öllum sé ljóst að það saxast á þann tíma sem líður þar til Yazan og hans fjölskylda eigi rétt á efnismeðferð,“ segir Svandís.

Ríkisstjórnin muni standa málið af sér

Eru einhverjar líkur á því að ríkisstjórni geti fallið út af þessu máli?

„Mér fannst það ekki á þessum fundi. Það er auðvitað mikill hiti í þessu máli, en við erum náttúrulega eldri en tvævetur og höfum gengið í gegn um mörg erfið mál, þessi ríkisstjórn. Við þekkjumst mjög vel og vitum út á hvað helstu átakalínur ganga. Við höfum farið í gegn um flóknari og þyngri pólitísk mál heldur en þetta. Hins vegar er þetta mál sem rífur í hartað á manni og er þess vegna dálítið á öðrum skala heldur en margt annað sem við erum að ræða,“ segir Svandís. 

Hún leggur áherslu á að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn gæti vel að því að sinna þeim hlutverkum sem þeir eru kjörnir til að sinna, og framfylgja lögum: „En við sem erum í stjórnmálum megum ekki gleyma því að við erum líka manneskjur.

Eruð þið sátt við málið eins og það stendur núna?

„Ég held að þetta hafi verið til mikils gagns.

Hefurðu áhyggjur af ríkisstjórnarsamstarfinu út af þessu máli?

„Nei, ekki út af þessu máli. 

Út af öðrum málum?

„Já, já, þessi ríkisstjórn er náttúrulega þannig að hún þrælast í gegn um hvað sem er þannig að ég held að hún sé löngu vaxin upp úr því að maður sé að hafa einhverjar sérstakar áhyggjur af henni.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KM
    Kristjana Magnusdottir skrifaði
    EG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ HÆGT SE AÐ SPRENGJA AFTUR UPP RÍKISSTJÓRN EINU SINNI ENN ÚT AF EINHVERJUM SMÁ MÁLATILBÚNINGI LÍTIÐ ÞARF TIL AÐ VEÐUR SKIPIST Í LOFTI
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár