Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Virða verndun að vettugi

Starf­semi á borð við námu­vinnslu og botn­vörpu­veið­ar er enn stund­uð inn­an flestra þeirra haf­svæða ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sem eiga að njóta vernd­ar.

Virða verndun að vettugi
Burt með botnvörpurnar Aðgerðaráætlun framkvædmdastjórnar Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að botnvörpuveiðar heyri sögunni til eftir árið 2030. Aðildarríkin felldu tillögu um slíkt í byrjun árs. Mynd: AFP

Starfsemi á borð við námuvinnslu og botnvörpuveiðar er enn stunduð innan flestra þeirra hafsvæða ríkja Evrópusambandsins sem eiga að njóta verndar. Að mati vísindamanna verður því ólíklegt að teljast að markmið sem sett voru með vernduninni, sem m.a. snúast um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika, munu ekki nást að óbreyttu.

Í nýrri rannsókn sem birt er í vísindatímaritinu One Earth Journal er rifjað upp að Evrópusambandið hafi skuldbundið sig til að vernda 30 prósent hafsvæða sinna fyrir árið 2030 og 10 prósent þeirra fyrir allri skaðlegri starfsemi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nýtur aðeins brot af hinum skilgreindu verndarsvæðum mikillar verndar og því langt í frá að fyrrgreind markmið náist. „Þetta sýnir að við erum aðeins á byrjunarreit þegar kemur að því að vernda höfin okkar,“ segir Juliette Aminian-Biquet, aðalhöfundur rannsóknarinnar og haffræðingur við Háskólann í Algarve í Portúgal.

Stórkostlegar breytingar þurfa að mati vísindamannanna að koma til svo að markmið ESB um að 10 prósent hafsvæða sem tilheyra ríkjum þess njóti strangrar verndar.

Til að aðildarríki ESB taki stefnu í verndarmálum alvarlega verður að binda verndina í lög í hverju ríki fyrir sig að mati vísindamanna. Framkvæmdastjórn ESB segir að tilmæli þess efnis hafi verið send ríkjunum og þau einnig minnt á að samkvæmt aðgerðaáætlunum sé stefnt að því að botnvörpuveiðum verði hætt fyrir árið 2030. Tillaga þess efnis var felld á Evrópuþinginu í byrjun árs og flest aðildarríki hafa enn ekki sett sér markmið um hvenær þau hyggist hætta slíkum veiðum. Grikkland reið hins vegar á vaðið og hefur bannað botnvörpuna og sömu sögu er að segja frá Svíþjóð.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Það væri áhugavert að fá heimildir sem sýna ótvírætt að svíar hafi bannað botnvörpuna. Í vor voru allavega togveiðar í landhelgi Svíþjóðar og sameiginlegum miðum með norðmönnum og dönum í Skagerak.
    0
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Á sama tíma stækkar það hlutfall botnfisks sem veitt er með botndrögum, trolli, við Íslandsstrendur. Að auki hefur “umhverfisflokkurinn” VG staðið fyrir því að smærri togarar (undir 30 m) fái að draga sínar botnvörpur enn nær landi en áður, ef dregin eru frá þau ár fyrir daga landhelgisbaráttunnar. Um leið má velta fyrir sér hvers vegna hefur ekki tekist að efla botnfiskstofna hér eftir 40 ára “stýringu”.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár