Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Virða verndun að vettugi

Starf­semi á borð við námu­vinnslu og botn­vörpu­veið­ar er enn stund­uð inn­an flestra þeirra haf­svæða ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sem eiga að njóta vernd­ar.

Virða verndun að vettugi
Burt með botnvörpurnar Aðgerðaráætlun framkvædmdastjórnar Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að botnvörpuveiðar heyri sögunni til eftir árið 2030. Aðildarríkin felldu tillögu um slíkt í byrjun árs. Mynd: AFP

Starfsemi á borð við námuvinnslu og botnvörpuveiðar er enn stunduð innan flestra þeirra hafsvæða ríkja Evrópusambandsins sem eiga að njóta verndar. Að mati vísindamanna verður því ólíklegt að teljast að markmið sem sett voru með vernduninni, sem m.a. snúast um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika, munu ekki nást að óbreyttu.

Í nýrri rannsókn sem birt er í vísindatímaritinu One Earth Journal er rifjað upp að Evrópusambandið hafi skuldbundið sig til að vernda 30 prósent hafsvæða sinna fyrir árið 2030 og 10 prósent þeirra fyrir allri skaðlegri starfsemi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nýtur aðeins brot af hinum skilgreindu verndarsvæðum mikillar verndar og því langt í frá að fyrrgreind markmið náist. „Þetta sýnir að við erum aðeins á byrjunarreit þegar kemur að því að vernda höfin okkar,“ segir Juliette Aminian-Biquet, aðalhöfundur rannsóknarinnar og haffræðingur við Háskólann í Algarve í Portúgal.

Stórkostlegar breytingar þurfa að mati vísindamannanna að koma til svo að markmið ESB um að 10 prósent hafsvæða sem tilheyra ríkjum þess njóti strangrar verndar.

Til að aðildarríki ESB taki stefnu í verndarmálum alvarlega verður að binda verndina í lög í hverju ríki fyrir sig að mati vísindamanna. Framkvæmdastjórn ESB segir að tilmæli þess efnis hafi verið send ríkjunum og þau einnig minnt á að samkvæmt aðgerðaáætlunum sé stefnt að því að botnvörpuveiðum verði hætt fyrir árið 2030. Tillaga þess efnis var felld á Evrópuþinginu í byrjun árs og flest aðildarríki hafa enn ekki sett sér markmið um hvenær þau hyggist hætta slíkum veiðum. Grikkland reið hins vegar á vaðið og hefur bannað botnvörpuna og sömu sögu er að segja frá Svíþjóð.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Það væri áhugavert að fá heimildir sem sýna ótvírætt að svíar hafi bannað botnvörpuna. Í vor voru allavega togveiðar í landhelgi Svíþjóðar og sameiginlegum miðum með norðmönnum og dönum í Skagerak.
    0
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Á sama tíma stækkar það hlutfall botnfisks sem veitt er með botndrögum, trolli, við Íslandsstrendur. Að auki hefur “umhverfisflokkurinn” VG staðið fyrir því að smærri togarar (undir 30 m) fái að draga sínar botnvörpur enn nær landi en áður, ef dregin eru frá þau ár fyrir daga landhelgisbaráttunnar. Um leið má velta fyrir sér hvers vegna hefur ekki tekist að efla botnfiskstofna hér eftir 40 ára “stýringu”.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár