Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Virða verndun að vettugi

Starf­semi á borð við námu­vinnslu og botn­vörpu­veið­ar er enn stund­uð inn­an flestra þeirra haf­svæða ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sem eiga að njóta vernd­ar.

Virða verndun að vettugi
Burt með botnvörpurnar Aðgerðaráætlun framkvædmdastjórnar Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að botnvörpuveiðar heyri sögunni til eftir árið 2030. Aðildarríkin felldu tillögu um slíkt í byrjun árs. Mynd: AFP

Starfsemi á borð við námuvinnslu og botnvörpuveiðar er enn stunduð innan flestra þeirra hafsvæða ríkja Evrópusambandsins sem eiga að njóta verndar. Að mati vísindamanna verður því ólíklegt að teljast að markmið sem sett voru með vernduninni, sem m.a. snúast um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika, munu ekki nást að óbreyttu.

Í nýrri rannsókn sem birt er í vísindatímaritinu One Earth Journal er rifjað upp að Evrópusambandið hafi skuldbundið sig til að vernda 30 prósent hafsvæða sinna fyrir árið 2030 og 10 prósent þeirra fyrir allri skaðlegri starfsemi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nýtur aðeins brot af hinum skilgreindu verndarsvæðum mikillar verndar og því langt í frá að fyrrgreind markmið náist. „Þetta sýnir að við erum aðeins á byrjunarreit þegar kemur að því að vernda höfin okkar,“ segir Juliette Aminian-Biquet, aðalhöfundur rannsóknarinnar og haffræðingur við Háskólann í Algarve í Portúgal.

Stórkostlegar breytingar þurfa að mati vísindamannanna að koma til svo að markmið ESB um að 10 prósent hafsvæða sem tilheyra ríkjum þess njóti strangrar verndar.

Til að aðildarríki ESB taki stefnu í verndarmálum alvarlega verður að binda verndina í lög í hverju ríki fyrir sig að mati vísindamanna. Framkvæmdastjórn ESB segir að tilmæli þess efnis hafi verið send ríkjunum og þau einnig minnt á að samkvæmt aðgerðaáætlunum sé stefnt að því að botnvörpuveiðum verði hætt fyrir árið 2030. Tillaga þess efnis var felld á Evrópuþinginu í byrjun árs og flest aðildarríki hafa enn ekki sett sér markmið um hvenær þau hyggist hætta slíkum veiðum. Grikkland reið hins vegar á vaðið og hefur bannað botnvörpuna og sömu sögu er að segja frá Svíþjóð.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Það væri áhugavert að fá heimildir sem sýna ótvírætt að svíar hafi bannað botnvörpuna. Í vor voru allavega togveiðar í landhelgi Svíþjóðar og sameiginlegum miðum með norðmönnum og dönum í Skagerak.
    0
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Á sama tíma stækkar það hlutfall botnfisks sem veitt er með botndrögum, trolli, við Íslandsstrendur. Að auki hefur “umhverfisflokkurinn” VG staðið fyrir því að smærri togarar (undir 30 m) fái að draga sínar botnvörpur enn nær landi en áður, ef dregin eru frá þau ár fyrir daga landhelgisbaráttunnar. Um leið má velta fyrir sér hvers vegna hefur ekki tekist að efla botnfiskstofna hér eftir 40 ára “stýringu”.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár