Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Handtekinn vegna andláts stúlku á grunnskólaaldri

Einn er í haldi lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í tengsl­um við and­lát stúlku á grunn­skóla­aldri. Rík­is­út­varp­ið seg­ir stúlk­una hafa fund­ist í grennd við Krýsu­vík og að karl­mað­ur hafi ver­ið hand­tek­inn þar á svæð­inu í gær.

Handtekinn vegna andláts stúlku á grunnskólaaldri
Lögregla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát stúlku á grunnskólaaldri, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu sem send var á fjölmiðla á morgun.

Í tilkynningu lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um málið um kvöldmatarleytið í gær og í kjölfarið hafi einn verið handtekinn. Lögregla segir rannsókn málsins vera á frumstigi og hyggst ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Ríkisútvarpið birti fyrstu frétt af málinu í morgun og hafði þar, eftir sínum heimildum, að karlmaður hefði verið handtekinn á Krýsuvíkursvæðinu í gær eftir að hafa sjálfur hringt á lögreglu, og að stúlkan hefði fundist látin á svæðinu. 

Á mynd sem RÚV birti með fréttinni sjást lögregluaðgerðir, sem ríkismiðillinn segir hafa staðið yfir fram eftir kvöldi. 

Tilkynning lögreglu: 

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát stúlku á grunnskólaaldri.
Tilkynnt var um málið um kvöldmatarleytið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár