Vegna fjölmargra, langvarandi og alvarlegra brota á réttindum starfsfólks veitingastaða sem Elvar Ingimarsson rekur hefur Efling ákveðið að vekja opinbera athygli á málinu.“
Svo segir í fréttatilkynning frá stéttarfélaginu Eflingu sem barst í kvöld um það leyti sem stjórn og trúnaðarráð Eflingar mótmælti fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu á Frakkarstíg. Fólk ,,sem sem brotið hefur verið á“ sé einnig á staðnum að mótmæla.
Lýsir reynslu sinni
„Þetta hafði allt mjög vond áhrif á líf mitt. Vegna þessara fjárhagsvandræða komu brestir í samband mitt við kærustu mína sem ollu því að endingu að sambandinu lauk. Ég fann ekki aðra vinnu um töluvert langan tíma sökum þess að ég varð þunglyndur og neyddist til að sækja mér aðstoð fagfólks,“ er haft eftir Vitalii Shybka, sem starfaði á veitingahúsinu Ítalíu. „Hann lýsir því að hafa þurft að slá lán hjá vinum til að greiða leigu og kaupa nauðþurftir, vegna þess að laun …
Athugasemdir