Fjárlög ársins 2025, sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í morgun, gera ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með um 41 milljarða króna halla, sem samsvarar um 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu. Áætlaður halli á ríkisrekstrinum á yfirstandandi ári eru 57 milljarðar króna.
„Þetta er allt að koma,“ er yfirskrift fjárlagafrumvarpsins og sagði Sigurður Ingi í kynningu sinni að nú sjáist til lands í baráttunni við verðbólgu, eftir þenslutímabil.
Segja forgangsraðað í þágu viðkvæmra hópa
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að ríkisstjórnin ætli að standa vörð um heilbrigðis- og velferðarmál á sama tíma og stutt verði við öflugt atvinnulíf og að í fjárlagafrumvarpinu sé áhersla lögð á „hóflegan raunvöxt útgjalda“ og að forgangsraðað og hagrætt verði í þágu viðkvæmra hópa, ekki síst ungra skuldsettra fjölskylda sem finni mest fyrir háum stýrivöxtum Seðlabankans.
Fram kemur að til viðbótar við almenna aðhaldskröfu og aðrar útgjaldalækkanir sem þegar hafa …
Athugasemdir