Þegar horft er til alvarlegra ofbeldisbrota, svo sem stórfelldra líkamsárása, sem framin eru af börnum og ungmennum, hafa þau „aldrei verið fleiri“, eins og segir í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem birt var í sumar. Þrátt fyrir brýnt efni vöktu upplýsingarnar þá ekki jafnmikla athygli og ætla mætti. Í kjölfar hnífstunguárásar á menningarnótt í Reykjavík, þar sem tvö ungmenni særðust og 17 ára stúlka lést af sárum sínum, hefur skýrslan verið dregin fram á ný.
Í henni kemur fram að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki verið að fjölga, þau ofbeldisbrot sem framin eru séu hins vegar orðin grófari. Á síðasta ári komu 69 stórfelld ofbeldisbrot barna og ungmenna til kasta lögreglu, samanborið við 36 árið 2020. Þá eru nú fleiri börn sem fremja ítrekuð ofbeldisbrot.
Ríkisstjórn Íslands kynnti einnig í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna. Ástæðan voru áhyggjur í samfélaginu öllu af ofbeldi meðal barna sem hafði þá farið …
Athugasemdir