Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
Fjölmenni var á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í gærkvöldi og þar sköpuðust miklar umræður. Mynd: Golli

Nokkur hiti var í fólki á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í gærkvöldi en fyrir fundinn höfðu sprottið upp umræður um að þar myndu fulltrúar lífeyrisþega leggja fram vantrauststillögu á hendur formanninum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur.

Fundurinn var óvenju fjölmennur miðað við hefðbundna fundi félagsins en fyrir hann hafði fjöldi félagsmanna fengið símtöl með hvatningu um að mæta og kjósa, bæði frá fulltrúum þess hóps sem vildi styðja vantrausttillögu og fulltrúum þeirra sem vildu hafna henni.

Í upphafi var lögð fram dagskrárbreytingartillaga um að taka vantrauststillögu á hendur formanni á dagskrá en meirihluti kaus gegn því. Greidd voru atkvæði með handauppréttingu.

Lífeyrisþegar ósáttir

Þau sem studdu að taka fyrir vantrauststillöguna voru að stórum hluta félagsfólk sem starfar ekki lengur sem blaðamenn og hefur jafnvel ekki gert það árum saman, ýmist lífeyrisfélagar eða svokallaðir biðfélgar. Sá hópur var afar gagnrýninn á lagbreytingartillögu sem kynnt var á aðalfundi félagsins í vor sem miðaði að því að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu.

Virtist sem sá hópur setti þessa lagabreytingatillögu í samhengi við uppsögn Hjálmars Jónssonar sem framkvæmdastjóra í vor en lífeyrisþegar í félaginu hafa gagnrýnt hana harðlega. 

Í vor hélt stjórn Blaðamannafélagsins fund þar sem kynnt var skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sem gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á árunum 2014 til 2023 en Hjálmar var framkvæmdastjóri öll þau ár og ennfremur formaður til ársins 2021 þegar Sigríður Dögg var kjörin formaður.

Í skýrslu KPMG var vakin athygli á að þáverandi framkvæmdastjóri, sem ennfremur var formaður um margra ára skeið, hafi til að mynda stofnað til kostnaðar upp á milljónir króna án samþykkis stjórnar. Hann hefur hins vegar alltaf hafnað því að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í fjárreiðum félagsins undir hans stjórn. 

Fyrir fundinum lá að samþykkja ársreikninga félagsins, afgreiða tuttugu- og eina lagabreytingartillögu og fjórar reglugerðir sjóða auk kynningar á verkefna- og fjárhagsáætlun. Ársreikningur félagsins var ekki lagður fyrir aðalfund í vor þar sem endurskoðandi sagði sig frá verkefninu stuttu fyrir fundinn. Ársreikningarnir og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. 

Hins vegar var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema kosningarétt lífeyrisþega í félaginu felld. Stjórn vísaði til þess að slíkt fyrirkomulag væri við lýði í fjölda annarra félaga en lífeyrisþegar í Blaðamannafélaginu upplifðu þetta sumir hverjir eins og verið væri að svipta þá tjáningarfrelsi. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. 

Þá var felld lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi, sem talið var að samræmdist ekki mögulega persónuverndarlögum.

„Stjórn félagsins hefur að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningu frá félaginu sem send var út í kjölfar fundarins. 

„Stjórn félagsins hefur að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins“
Sigríður Dögg, formaður BÍ

„Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” sagði hún.


Fyrirvari: Greinarhöfundur er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Baldur Kristjánsson skrifaði
    Það vantar í fréttina hvað margir ca. vildu taka vantraustillöguna fyrir. Voru það margir, fàir?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
8
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár