Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
Fjölmenni var á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í gærkvöldi og þar sköpuðust miklar umræður. Mynd: Golli

Nokkur hiti var í fólki á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í gærkvöldi en fyrir fundinn höfðu sprottið upp umræður um að þar myndu fulltrúar lífeyrisþega leggja fram vantrauststillögu á hendur formanninum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur.

Fundurinn var óvenju fjölmennur miðað við hefðbundna fundi félagsins en fyrir hann hafði fjöldi félagsmanna fengið símtöl með hvatningu um að mæta og kjósa, bæði frá fulltrúum þess hóps sem vildi styðja vantrausttillögu og fulltrúum þeirra sem vildu hafna henni.

Í upphafi var lögð fram dagskrárbreytingartillaga um að taka vantrauststillögu á hendur formanni á dagskrá en meirihluti kaus gegn því. Greidd voru atkvæði með handauppréttingu.

Lífeyrisþegar ósáttir

Þau sem studdu að taka fyrir vantrauststillöguna voru að stórum hluta félagsfólk sem starfar ekki lengur sem blaðamenn og hefur jafnvel ekki gert það árum saman, ýmist lífeyrisfélagar eða svokallaðir biðfélgar. Sá hópur var afar gagnrýninn á lagbreytingartillögu sem kynnt var á aðalfundi félagsins í vor sem miðaði að því að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu.

Virtist sem sá hópur setti þessa lagabreytingatillögu í samhengi við uppsögn Hjálmars Jónssonar sem framkvæmdastjóra í vor en lífeyrisþegar í félaginu hafa gagnrýnt hana harðlega. 

Í vor hélt stjórn Blaðamannafélagsins fund þar sem kynnt var skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sem gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á árunum 2014 til 2023 en Hjálmar var framkvæmdastjóri öll þau ár og ennfremur formaður til ársins 2021 þegar Sigríður Dögg var kjörin formaður.

Í skýrslu KPMG var vakin athygli á að þáverandi framkvæmdastjóri, sem ennfremur var formaður um margra ára skeið, hafi til að mynda stofnað til kostnaðar upp á milljónir króna án samþykkis stjórnar. Hann hefur hins vegar alltaf hafnað því að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í fjárreiðum félagsins undir hans stjórn. 

Fyrir fundinum lá að samþykkja ársreikninga félagsins, afgreiða tuttugu- og eina lagabreytingartillögu og fjórar reglugerðir sjóða auk kynningar á verkefna- og fjárhagsáætlun. Ársreikningur félagsins var ekki lagður fyrir aðalfund í vor þar sem endurskoðandi sagði sig frá verkefninu stuttu fyrir fundinn. Ársreikningarnir og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. 

Hins vegar var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema kosningarétt lífeyrisþega í félaginu felld. Stjórn vísaði til þess að slíkt fyrirkomulag væri við lýði í fjölda annarra félaga en lífeyrisþegar í Blaðamannafélaginu upplifðu þetta sumir hverjir eins og verið væri að svipta þá tjáningarfrelsi. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. 

Þá var felld lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi, sem talið var að samræmdist ekki mögulega persónuverndarlögum.

„Stjórn félagsins hefur að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningu frá félaginu sem send var út í kjölfar fundarins. 

„Stjórn félagsins hefur að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins“
Sigríður Dögg, formaður BÍ

„Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” sagði hún.


Fyrirvari: Greinarhöfundur er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Baldur Kristjánsson skrifaði
    Það vantar í fréttina hvað margir ca. vildu taka vantraustillöguna fyrir. Voru það margir, fàir?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár