Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
Fjölmenni var á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í gærkvöldi og þar sköpuðust miklar umræður. Mynd: Golli

Nokkur hiti var í fólki á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í gærkvöldi en fyrir fundinn höfðu sprottið upp umræður um að þar myndu fulltrúar lífeyrisþega leggja fram vantrauststillögu á hendur formanninum, Sigríði Dögg Auðunsdóttur.

Fundurinn var óvenju fjölmennur miðað við hefðbundna fundi félagsins en fyrir hann hafði fjöldi félagsmanna fengið símtöl með hvatningu um að mæta og kjósa, bæði frá fulltrúum þess hóps sem vildi styðja vantrausttillögu og fulltrúum þeirra sem vildu hafna henni.

Í upphafi var lögð fram dagskrárbreytingartillaga um að taka vantrauststillögu á hendur formanni á dagskrá en meirihluti kaus gegn því. Greidd voru atkvæði með handauppréttingu.

Lífeyrisþegar ósáttir

Þau sem studdu að taka fyrir vantrauststillöguna voru að stórum hluta félagsfólk sem starfar ekki lengur sem blaðamenn og hefur jafnvel ekki gert það árum saman, ýmist lífeyrisfélagar eða svokallaðir biðfélgar. Sá hópur var afar gagnrýninn á lagbreytingartillögu sem kynnt var á aðalfundi félagsins í vor sem miðaði að því að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu.

Virtist sem sá hópur setti þessa lagabreytingatillögu í samhengi við uppsögn Hjálmars Jónssonar sem framkvæmdastjóra í vor en lífeyrisþegar í félaginu hafa gagnrýnt hana harðlega. 

Í vor hélt stjórn Blaðamannafélagsins fund þar sem kynnt var skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sem gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á árunum 2014 til 2023 en Hjálmar var framkvæmdastjóri öll þau ár og ennfremur formaður til ársins 2021 þegar Sigríður Dögg var kjörin formaður.

Í skýrslu KPMG var vakin athygli á að þáverandi framkvæmdastjóri, sem ennfremur var formaður um margra ára skeið, hafi til að mynda stofnað til kostnaðar upp á milljónir króna án samþykkis stjórnar. Hann hefur hins vegar alltaf hafnað því að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í fjárreiðum félagsins undir hans stjórn. 

Fyrir fundinum lá að samþykkja ársreikninga félagsins, afgreiða tuttugu- og eina lagabreytingartillögu og fjórar reglugerðir sjóða auk kynningar á verkefna- og fjárhagsáætlun. Ársreikningur félagsins var ekki lagður fyrir aðalfund í vor þar sem endurskoðandi sagði sig frá verkefninu stuttu fyrir fundinn. Ársreikningarnir og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. 

Hins vegar var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema kosningarétt lífeyrisþega í félaginu felld. Stjórn vísaði til þess að slíkt fyrirkomulag væri við lýði í fjölda annarra félaga en lífeyrisþegar í Blaðamannafélaginu upplifðu þetta sumir hverjir eins og verið væri að svipta þá tjáningarfrelsi. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. 

Þá var felld lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi, sem talið var að samræmdist ekki mögulega persónuverndarlögum.

„Stjórn félagsins hefur að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningu frá félaginu sem send var út í kjölfar fundarins. 

„Stjórn félagsins hefur að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins“
Sigríður Dögg, formaður BÍ

„Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” sagði hún.


Fyrirvari: Greinarhöfundur er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Baldur Kristjánsson skrifaði
    Það vantar í fréttina hvað margir ca. vildu taka vantraustillöguna fyrir. Voru það margir, fàir?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu