Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 6. september 2024: Hver er svona til fótanna? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 6. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 6. september 2024: Hver er svona til fótanna? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver á svona fína skó?

Seinni mynd:

Þetta er gríðarlega vinsæll kvikmyndaleikstjóri. Hvað heitir hann?

Almennar spurningar: 

  1. Hvaða borg er átt við þegar talað er um „súkkulaðihöfuðborg heimsins“?
  2. Maður að nafni Paul Watson var handtekinn um daginn. Hvar þá?
  3. Um daginn var tilkynnt í landi einu að jólin yrðu snemma á ferðinni í ár. Til að beina athygli landsmanna frá aumu ástandi heima við á að færa jólagleðina fram í október. Hvaða land er þetta?
  4. Nýlega var opnuð ný lágvöruverðsverslun með matvæli á höfuðborgarsvæðinu. Búðarkorn þetta heitir ... hvað?
  5. Hvaða karlmaður hefur skorað flestar þrennur í opinberum landsleikjum fótbolta – tíu talsins?
  6. Bandarísk kona á metið yfir þrennur í landsleikjum kvennamegin. Hún hefur skorað tólf þrennur. Hvað heitir hún?
  7. Járn, kopar, látún og króm. Þrjú af þessum efnum eru frumefni en eitt ekki. Og það er ...?
  8. Einar Björn Magnússon kynnti á dögunum að hann væri að undirbúa stofnun fyrirtækis. Meðal annars ræddi Heimildin við hann. Fyrirtækið vakti athygli því um verður að ræða ... hvað?
  9. Ein af gyðjum Forn-Grikkja hét Afrodíta. Hvað var hennar yfirráðasvæði?
  10. Ein af systrum hennar hét hins vegar Artemis. Hvernig gyðja var hún?
  11. Snerting heitir kvikmynd sem frumsýnd var í sumar. Egill Ólafsson leikur aðalhlutverkið en hver leikstýrði?
  12. Í myndinni tekur aðalpersónan (Egill) sér ferð á hendur frá London til annarrar stórborgar. Hvaða borg er það?
  13. Hvaða fjölmiðill heldur úti viðtalsþættinum Dagmál í sjónvarpi?
  14. Orri Óskarsson varð á dögunum annar dýrasti fótboltamaður Íslands þegar hann var seldur frá FC Köbenhavn til ... hvaða liðs?
  15. Kamala Harris er nú í framboði til forseta Bandaríkjanna. Frá hvaða ríki kemur hún?


Svör við almennum spurningum:
1.  Brussel.  –  2.  Á Grænlandi.  –  3.  Venesúela.  –  4.  Prís.  –  5.  Cristiano Ronaldo.  –  6.  Alex Morgan.  –  7.  Látún.  –  8. Bókabúð.  –  9.  Ástin.  –  10.  Veiðigyðja.  –  11.  Baltasar Kormákur.  –  12. Tókíó.  –  13.  Morgunblaðið.  –  14.  Real Sociedad.  –  15.  Kaliforníu.

Svör við myndaspurningum:
Minní Mús gengur í skónum á fyrri myndinni. Leikstjórinn er James Cameron sem stýrði m.a. Titanic og Avatar.
Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
4
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár