Seinni mynd:
Þetta er gríðarlega vinsæll kvikmyndaleikstjóri. Hvað heitir hann?
Almennar spurningar:
- Hvaða borg er átt við þegar talað er um „súkkulaðihöfuðborg heimsins“?
- Maður að nafni Paul Watson var handtekinn um daginn. Hvar þá?
- Um daginn var tilkynnt í landi einu að jólin yrðu snemma á ferðinni í ár. Til að beina athygli landsmanna frá aumu ástandi heima við á að færa jólagleðina fram í október. Hvaða land er þetta?
- Nýlega var opnuð ný lágvöruverðsverslun með matvæli á höfuðborgarsvæðinu. Búðarkorn þetta heitir ... hvað?
- Hvaða karlmaður hefur skorað flestar þrennur í opinberum landsleikjum fótbolta – tíu talsins?
- Bandarísk kona á metið yfir þrennur í landsleikjum kvennamegin. Hún hefur skorað tólf þrennur. Hvað heitir hún?
- Járn, kopar, látún og króm. Þrjú af þessum efnum eru frumefni en eitt ekki. Og það er ...?
- Einar Björn Magnússon kynnti á dögunum að hann væri að undirbúa stofnun fyrirtækis. Meðal annars ræddi Heimildin við hann. Fyrirtækið vakti athygli því um verður að ræða ... hvað?
- Ein af gyðjum Forn-Grikkja hét Afrodíta. Hvað var hennar yfirráðasvæði?
- Ein af systrum hennar hét hins vegar Artemis. Hvernig gyðja var hún?
- Snerting heitir kvikmynd sem frumsýnd var í sumar. Egill Ólafsson leikur aðalhlutverkið en hver leikstýrði?
- Í myndinni tekur aðalpersónan (Egill) sér ferð á hendur frá London til annarrar stórborgar. Hvaða borg er það?
- Hvaða fjölmiðill heldur úti viðtalsþættinum Dagmál í sjónvarpi?
- Orri Óskarsson varð á dögunum annar dýrasti fótboltamaður Íslands þegar hann var seldur frá FC Köbenhavn til ... hvaða liðs?
- Kamala Harris er nú í framboði til forseta Bandaríkjanna. Frá hvaða ríki kemur hún?
Svör við almennum spurningum:
1. Brussel. – 2. Á Grænlandi. – 3. Venesúela. – 4. Prís. – 5. Cristiano Ronaldo. – 6. Alex Morgan. – 7. Látún. – 8. Bókabúð. – 9. Ástin. – 10. Veiðigyðja. – 11. Baltasar Kormákur. – 12. Tókíó. – 13. Morgunblaðið. – 14. Real Sociedad. – 15. Kaliforníu.
Svör við myndaspurningum:
Minní Mús gengur í skónum á fyrri myndinni. Leikstjórinn er James Cameron sem stýrði m.a. Titanic og Avatar.
Athugasemdir (1)