Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 6. september 2024: Hver er svona til fótanna? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 6. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 6. september 2024: Hver er svona til fótanna? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver á svona fína skó?

Seinni mynd:

Þetta er gríðarlega vinsæll kvikmyndaleikstjóri. Hvað heitir hann?

Almennar spurningar: 

  1. Hvaða borg er átt við þegar talað er um „súkkulaðihöfuðborg heimsins“?
  2. Maður að nafni Paul Watson var handtekinn um daginn. Hvar þá?
  3. Um daginn var tilkynnt í landi einu að jólin yrðu snemma á ferðinni í ár. Til að beina athygli landsmanna frá aumu ástandi heima við á að færa jólagleðina fram í október. Hvaða land er þetta?
  4. Nýlega var opnuð ný lágvöruverðsverslun með matvæli á höfuðborgarsvæðinu. Búðarkorn þetta heitir ... hvað?
  5. Hvaða karlmaður hefur skorað flestar þrennur í opinberum landsleikjum fótbolta – tíu talsins?
  6. Bandarísk kona á metið yfir þrennur í landsleikjum kvennamegin. Hún hefur skorað tólf þrennur. Hvað heitir hún?
  7. Járn, kopar, látún og króm. Þrjú af þessum efnum eru frumefni en eitt ekki. Og það er ...?
  8. Einar Björn Magnússon kynnti á dögunum að hann væri að undirbúa stofnun fyrirtækis. Meðal annars ræddi Heimildin við hann. Fyrirtækið vakti athygli því um verður að ræða ... hvað?
  9. Ein af gyðjum Forn-Grikkja hét Afrodíta. Hvað var hennar yfirráðasvæði?
  10. Ein af systrum hennar hét hins vegar Artemis. Hvernig gyðja var hún?
  11. Snerting heitir kvikmynd sem frumsýnd var í sumar. Egill Ólafsson leikur aðalhlutverkið en hver leikstýrði?
  12. Í myndinni tekur aðalpersónan (Egill) sér ferð á hendur frá London til annarrar stórborgar. Hvaða borg er það?
  13. Hvaða fjölmiðill heldur úti viðtalsþættinum Dagmál í sjónvarpi?
  14. Orri Óskarsson varð á dögunum annar dýrasti fótboltamaður Íslands þegar hann var seldur frá FC Köbenhavn til ... hvaða liðs?
  15. Kamala Harris er nú í framboði til forseta Bandaríkjanna. Frá hvaða ríki kemur hún?


Svör við almennum spurningum:
1.  Brussel.  –  2.  Á Grænlandi.  –  3.  Venesúela.  –  4.  Prís.  –  5.  Cristiano Ronaldo.  –  6.  Alex Morgan.  –  7.  Látún.  –  8. Bókabúð.  –  9.  Ástin.  –  10.  Veiðigyðja.  –  11.  Baltasar Kormákur.  –  12. Tókíó.  –  13.  Morgunblaðið.  –  14.  Real Sociedad.  –  15.  Kaliforníu.

Svör við myndaspurningum:
Minní Mús gengur í skónum á fyrri myndinni. Leikstjórinn er James Cameron sem stýrði m.a. Titanic og Avatar.
Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár