Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Útsvarskóngar og tekjukóngar ólíkur hópur

Af þeim sem högn­uð­ust mest á sölu kvóta á síð­asta ári, greiddi trillu­karl á Seltjarn­ar­nesi lang­sam­lega mest í út­svar og tekju­skatt. Auð­veld­lega er hægt að spara sér há­ar fjár­hæð­ir í skatt eft­ir því hvernig tekj­ur eru flokk­að­ar. Það kost­ar rík­ið millj­arða og var fyr­ir fjór­um ár­um sagt for­gangs­mál stjórn­valda að breyta. Það hef­ur þó enn ekki gerst.

Útsvarskóngar og tekjukóngar ólíkur hópur

Haraldur Ingi Þorleifsson var sá einstaklingur sem gaf upp hæstu launatekjurnar á Íslandi í fyrra. Af 1.312 milljóna króna árstekjum voru einungis 6 milljónir gefnar upp sem fjármagnstekjur. 1.306 milljónir króna gaf Haraldur upp sem launatekjur og greiddi því mun hærri skatt en hann hefði komist upp með.

Raunar er áhugavert að bera saman lista yfir tekjuhæstu Íslendinga síðasta árs, eins og hún birtist í álagningarskrá Skattsins, og lista yfir þá sem voru með hæstu launatekjurnar, það er að segja greiddu mest í tekjuskatt og útsvar.

Þar birtist allt önnur mynd en sú sem hátekjulistinn sýnir.

Samkvæmt henni skilar það sveitarfélagi tuttugu sinnum hærri útsvarstekjum þegar trillukall selur kvóta fyrir nokkur hundruð milljónir en þegar fjögurra manna fjölskylda selur togara og kvóta fyrir á annan tug milljarða króna.

Margsinnis hefur verið bent á að regluverk hérlendis umbuni þeim sem hvað mest hafa umleikis og geti því „valið“ sér að …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þetta eru auðvitað engin ný tíðindi. Það lak út við samningaborðið 1990 að þegar Sjálfstæðisflokkurinn kæmist á ný að kjötkötlunum án þessa vera háður vinstri flokki myndi flokkurinn beita sér fyrir tilkomu 10% fjármagnstekjuskatts. Það gat flokkurinn strax breytt þessu. Sagt var að það yrði gert samkvæmt tillögum Péturs Blöndal um fjármagnstekjuskatt.

    Hér í þessari grein gleyma skrifendur að minnast á lífeyrissjóðina. Samkvæmt því hvernig þetta var framkvæmt að þá var ekki greitt í lífeyrissjóð af þessum tekjum. Frá og með þessum tíma sem frjármagnstekjur tóku höfðu þær allt aðrar skattalegar reglur.

    Það sem einnig stingur í augu er að þessir aðilar njóta miklu meiri þjónustu frá sveitar-félaganna vegna miklu stærri húseigna sem þeir eru sagðir eigendur að eða fyrirtæki þeirra og miklu meiri bílaeignar.

    Þá hefur sjálftaka þeirra út úr fyrirtækjunum alltaf verið ljós launafólki sem starfar hjá fyrirtækjum sem þetta fólk er sagt eiga.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár