Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Fór í hjartastopp umkringd fimm læknum

Anna Sig­ríð­ur Björns­dótt­ir sjúkra­liði var á vakt á skurð­stof­unni fyr­ir 30 ár­um þeg­ar hún fór í hjarta­stopp. Lækn­ar á skurð­stof­unni komu henni til bjarg­ar og Anna Sig­ríð­ur ótt­ast ekki að sag­an end­ur­taki sig, þó það geti hæg­lega gerst. Hún mál­ar til að hreinsa hug­ann.

Fór í hjartastopp umkringd fimm læknum
Sjúkraliði Anna Sigríður Björnsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Við erum í Smáralindinni. Ég fer nú bara oft hérna, ég bý ekkert langt frá, ég sit hérna oft og fer í búðir og það er oft sem ég hitti einhverjar gamlar skólasystur, yfirleitt. Mér finnst gott félagslega að sitja hérna.  

Ég var sjúkraliði á spítölunum og var svo víðar, í heimahjúkrun síðustu 20 ár. Það var frábært. Þar kynnist maður skjólstæðingum. Svo þegar ég hætti fannst mér það hræðilegt. En hefði ég verið á á skurðstofunni sem ég var á áður í 15 ár hefði það verið allt öðruvísi. Þetta er persónulegra.

Maður kallar ekki allt ömmu sína. Ég var nú fyrst í Hátúninu sem var mjög erfitt félagslega. Það var þvílík reynsla, að sjá hina hliðina á lífinu. En maður kemur betur út úr því þótt það hafi verið erfitt. Það væri hægt að búa til bíómynd um það. 

„Maður kallar ekki allt ömmu sína“
„Ég mála, það bjargar mér alveg, þá hef ég nóg að gera.“

Ég lenti nú einu sinni í hjartastoppi. Ég var á skurðstofunni að vinna. Það sprakk æð og ég var bara svo heppin að vera á réttum stað á réttum tíma. Það voru fimm læknar í kringum mig. Það var leiðinlegt að vakna aftur, áfall. En það er svo skrýtið, þetta eru næstum 30 ár síðan en ég er aldrei hrædd við þetta. Ég er ekki hrædd við að fá þetta aftur, það er það góða við þetta. Þetta var ekki skemmtileg reynsla, þetta var óhuggulegt. En ég hugsa bara jákvætt. Ég mála, það bjargar mér alveg, þá hef ég nóg að gera.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár