Erfiðustu fordómarnir sem Wendill Viejo, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala, sem flutti hingað frá Filippseyjum árið 2015, hefur lent í hér á landi er þegar sjúklingur neitaði að taka við þjónustu hans á þeim grundvelli að hann væri útlendingur. Wendill, sem oftast er kallaður Dill, hefur mikla ástríðu fyrir því að skoða upplifun erlendra hjúkrunarfræðinga af íslenska heilbrigðiskerfinu og er byrjaður að vinna að meistararannsókn um efnið.
Hans persónulega reynsla af því spannar nú um áratug en hann hóf sinn starfsferil á Íslandi á hjúkrunarheimilinu Grund. Hingað kom hann í leit að skemmtilegri tilbreytingu en hann hafði heyrt jákvæðar sögur frá öðrum Filippseyingum sem unnu í íslenska heilbrigðiskerfinu.
„Það vantar hjúkrunarfræðinga á Íslandi, viltu kannski koma og prófa og sjá hvort þú fílir að vinna hér?“ spurði frænka hans og Dill hugsaði með sér að það yrði skemmtileg …
Líklegt að þarna hafi kynþáttaandúð ráðið frekar en andúð á útlendingum almennt.