Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Íslenskir rithöfundar standi ekki í vegi Rafbókasafnsins

Formað­ur Rit­höf­unda­sam­bands­ins seg­ir að ís­lensk­ir höf­und­ar vilji gjarn­an að hljóð­bæk­ur þeirra séu að­gengi­leg­ar á Raf­bóka­safn­inu en að út­gef­end­ur eigi oft­ast hljóð­bóka­rétt­ind­in.

Íslenskir rithöfundar standi ekki í vegi Rafbókasafnsins
Margrét Tryggvadóttir Formaður Rithöfundasambandsins segir það ekki standa á íslenskum höfundum að bækur þeirra fari á Rafbókasafnið. Mynd: Samfylkingin

Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að íslenskir höfundar vilji gjarnan að bækur þeirra séu aðgengilegar á Rafbókasafninu. Þeir séu hins vegar ekki handhafar hljóðbókaréttinda sinna nema í undantekningatilfellum.

Heimildin greindi frá því á dögunum að langir biðlistar væru eftir vinsælum titlum hljóðbóka hjá Rafbóksafninu en að íslenskar bækur séu almennt ekki aðgengilegar þar á hljóðbókaformi. Úlfhildur Dagsdóttir verkefnastýra safnsins sagði að notendafjöldi þess væri ekki nægur og að fjármagn skorti til að kaupa inn fleiri eintök og titla.

Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir það ekki standa á íslenskum rithöfundum að bækur þeirra fari á Rafbókasafnið. „Úlfhildur hefur látið í það skína að höfundar vilji ekki að bækur þeirra fari þarna inn,“ segir hún. „Ég kannast bara ekki við það og veit ekki betur en að allir höfundar séu áfram um það að þeirra bækur fari inn á öll bókasöfn.“

Hún segir hins vegar að fæstir íslenskir höfundar framleiði eigin hljóðbækur og að útgefendur sjái almennt um framleiðsluna en slíkt sé valkvætt í samningum við höfunda. „Höfundar geta haldið hljóðbókaréttindunum hjá sér og valið að framleiða ekki hljóðbækur eða gert það sjálfir. Það er hins vegar töluverð framkvæmd, þú gerir það ekkert heima hjá þér með símann þinn.“

Útgefendur fái almennt lítið frá safninu

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfis bókasafna og er með samning við bandarísku rafbókaveitunni Overdrive. Margrét segist sjálf vera notandi hjá safninu og að hún hlusti gjarnan á hljóðbækur þaðan. „Ég mundi svo gjarnan vilja að bækurnar mínar væru aðgengilegar þarna en það er bara ekki í mínum höndum,“ segir hún.

„Það er höfundum að meinalausu að þetta sé þarna inni“

Margrét segir fyrirstöðuna hafa verið hjá útgefendum. „Þeir hafa verið hræddir um, og kannski eðlilega, að þeir fái ekkert fyrir sinn snúð. Þeir fá almennt ekkert nema eitt bókverð fyrir hverja bók sem fer inn á bókasafn á meðan höfundar fá greiðslur úr Bókasafnssjóði. Þannig að það er höfundum að meinalausu að þetta sé þarna inni,“ segir hún.

Hvað varðar greiðslur fyrir útlán á Rafbókasafninu segir Margrét að almennt fái höfundar meira fyrir þau en fyrir streymi hjá áskriftarþjónustum eins og Storytel. Greiðslur fyrir útlán koma úr Bókasafnssjóði höfunda. „Fyrir skáldsögu í meðallengd þá hefur Bókasafnssjóður verið að koma betur út en Storytel og fyrir barnabækur og allt undir skáldsagnalengd kemur Bókasafnssjóður miklu betur út,“ segir hún.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu