Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Íslenskir rithöfundar standi ekki í vegi Rafbókasafnsins

Formað­ur Rit­höf­unda­sam­bands­ins seg­ir að ís­lensk­ir höf­und­ar vilji gjarn­an að hljóð­bæk­ur þeirra séu að­gengi­leg­ar á Raf­bóka­safn­inu en að út­gef­end­ur eigi oft­ast hljóð­bóka­rétt­ind­in.

Íslenskir rithöfundar standi ekki í vegi Rafbókasafnsins
Margrét Tryggvadóttir Formaður Rithöfundasambandsins segir það ekki standa á íslenskum höfundum að bækur þeirra fari á Rafbókasafnið. Mynd: Samfylkingin

Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að íslenskir höfundar vilji gjarnan að bækur þeirra séu aðgengilegar á Rafbókasafninu. Þeir séu hins vegar ekki handhafar hljóðbókaréttinda sinna nema í undantekningatilfellum.

Heimildin greindi frá því á dögunum að langir biðlistar væru eftir vinsælum titlum hljóðbóka hjá Rafbóksafninu en að íslenskar bækur séu almennt ekki aðgengilegar þar á hljóðbókaformi. Úlfhildur Dagsdóttir verkefnastýra safnsins sagði að notendafjöldi þess væri ekki nægur og að fjármagn skorti til að kaupa inn fleiri eintök og titla.

Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir það ekki standa á íslenskum rithöfundum að bækur þeirra fari á Rafbókasafnið. „Úlfhildur hefur látið í það skína að höfundar vilji ekki að bækur þeirra fari þarna inn,“ segir hún. „Ég kannast bara ekki við það og veit ekki betur en að allir höfundar séu áfram um það að þeirra bækur fari inn á öll bókasöfn.“

Hún segir hins vegar að fæstir íslenskir höfundar framleiði eigin hljóðbækur og að útgefendur sjái almennt um framleiðsluna en slíkt sé valkvætt í samningum við höfunda. „Höfundar geta haldið hljóðbókaréttindunum hjá sér og valið að framleiða ekki hljóðbækur eða gert það sjálfir. Það er hins vegar töluverð framkvæmd, þú gerir það ekkert heima hjá þér með símann þinn.“

Útgefendur fái almennt lítið frá safninu

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfis bókasafna og er með samning við bandarísku rafbókaveitunni Overdrive. Margrét segist sjálf vera notandi hjá safninu og að hún hlusti gjarnan á hljóðbækur þaðan. „Ég mundi svo gjarnan vilja að bækurnar mínar væru aðgengilegar þarna en það er bara ekki í mínum höndum,“ segir hún.

„Það er höfundum að meinalausu að þetta sé þarna inni“

Margrét segir fyrirstöðuna hafa verið hjá útgefendum. „Þeir hafa verið hræddir um, og kannski eðlilega, að þeir fái ekkert fyrir sinn snúð. Þeir fá almennt ekkert nema eitt bókverð fyrir hverja bók sem fer inn á bókasafn á meðan höfundar fá greiðslur úr Bókasafnssjóði. Þannig að það er höfundum að meinalausu að þetta sé þarna inni,“ segir hún.

Hvað varðar greiðslur fyrir útlán á Rafbókasafninu segir Margrét að almennt fái höfundar meira fyrir þau en fyrir streymi hjá áskriftarþjónustum eins og Storytel. Greiðslur fyrir útlán koma úr Bókasafnssjóði höfunda. „Fyrir skáldsögu í meðallengd þá hefur Bókasafnssjóður verið að koma betur út en Storytel og fyrir barnabækur og allt undir skáldsagnalengd kemur Bókasafnssjóður miklu betur út,“ segir hún.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
1
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
4
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu