Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskir rithöfundar standi ekki í vegi Rafbókasafnsins

Formað­ur Rit­höf­unda­sam­bands­ins seg­ir að ís­lensk­ir höf­und­ar vilji gjarn­an að hljóð­bæk­ur þeirra séu að­gengi­leg­ar á Raf­bóka­safn­inu en að út­gef­end­ur eigi oft­ast hljóð­bóka­rétt­ind­in.

Íslenskir rithöfundar standi ekki í vegi Rafbókasafnsins
Margrét Tryggvadóttir Formaður Rithöfundasambandsins segir það ekki standa á íslenskum höfundum að bækur þeirra fari á Rafbókasafnið. Mynd: Samfylkingin

Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að íslenskir höfundar vilji gjarnan að bækur þeirra séu aðgengilegar á Rafbókasafninu. Þeir séu hins vegar ekki handhafar hljóðbókaréttinda sinna nema í undantekningatilfellum.

Heimildin greindi frá því á dögunum að langir biðlistar væru eftir vinsælum titlum hljóðbóka hjá Rafbóksafninu en að íslenskar bækur séu almennt ekki aðgengilegar þar á hljóðbókaformi. Úlfhildur Dagsdóttir verkefnastýra safnsins sagði að notendafjöldi þess væri ekki nægur og að fjármagn skorti til að kaupa inn fleiri eintök og titla.

Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir það ekki standa á íslenskum rithöfundum að bækur þeirra fari á Rafbókasafnið. „Úlfhildur hefur látið í það skína að höfundar vilji ekki að bækur þeirra fari þarna inn,“ segir hún. „Ég kannast bara ekki við það og veit ekki betur en að allir höfundar séu áfram um það að þeirra bækur fari inn á öll bókasöfn.“

Hún segir hins vegar að fæstir íslenskir höfundar framleiði eigin hljóðbækur og að útgefendur sjái almennt um framleiðsluna en slíkt sé valkvætt í samningum við höfunda. „Höfundar geta haldið hljóðbókaréttindunum hjá sér og valið að framleiða ekki hljóðbækur eða gert það sjálfir. Það er hins vegar töluverð framkvæmd, þú gerir það ekkert heima hjá þér með símann þinn.“

Útgefendur fái almennt lítið frá safninu

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfis bókasafna og er með samning við bandarísku rafbókaveitunni Overdrive. Margrét segist sjálf vera notandi hjá safninu og að hún hlusti gjarnan á hljóðbækur þaðan. „Ég mundi svo gjarnan vilja að bækurnar mínar væru aðgengilegar þarna en það er bara ekki í mínum höndum,“ segir hún.

„Það er höfundum að meinalausu að þetta sé þarna inni“

Margrét segir fyrirstöðuna hafa verið hjá útgefendum. „Þeir hafa verið hræddir um, og kannski eðlilega, að þeir fái ekkert fyrir sinn snúð. Þeir fá almennt ekkert nema eitt bókverð fyrir hverja bók sem fer inn á bókasafn á meðan höfundar fá greiðslur úr Bókasafnssjóði. Þannig að það er höfundum að meinalausu að þetta sé þarna inni,“ segir hún.

Hvað varðar greiðslur fyrir útlán á Rafbókasafninu segir Margrét að almennt fái höfundar meira fyrir þau en fyrir streymi hjá áskriftarþjónustum eins og Storytel. Greiðslur fyrir útlán koma úr Bókasafnssjóði höfunda. „Fyrir skáldsögu í meðallengd þá hefur Bókasafnssjóður verið að koma betur út en Storytel og fyrir barnabækur og allt undir skáldsagnalengd kemur Bókasafnssjóður miklu betur út,“ segir hún.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu