Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu

Set­ið er um vin­sæl­ar bæk­ur hjá Raf­bóka­safn­inu en verk­efn­a­stýra seg­ir jafn­væg­islist að ákveða hvort kaupa eigi inn fleiri titla eða fleiri „ein­tök“ af vin­sæl­um bók­um.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu
Bækur Raf- og hljóðbækur eru meðhöndlaðar eins og prentaðar bækur hjá söfnum að því leyti að kaupa þarf inn ákveðið mörg „eintök“ til útláns.

Biðlistar eftir hljóðbókum hjá Rafbókasafninu hafa talið allt að sextíu manns en fjárskortur safnsins veldur því að velja þarf á milli hvort kaupa eigi fleiri „eintök“ af vinsælum bókum eða bæta úrvalið.

Einn notandi samfélagsmiðilsins X, Glytta, birti færslu í gær um að hán hefði beðið í ár eftir hljóðbókinni „The Body Keeps the Score“. Aðeins eitt „eintak“ af bókinni er hjá safninu og er hán nú númer 2 á biðlista eftir að hafa byrjað í 32. sæti fyrir ári. Í augnablikinu eru 39 manns á biðlistanum eftir þessum titli.

Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstýra Rafbókasafnsins, segir að miklar umræður hafi verið um hvernig bókasöfn geti gefið aðgang að efni á netinu án þessa að brjóta á rétti höfunda og útgefenda. „Þetta er bara eins og við vitum með tónlistina sem missti þetta allt úr höndunum í streymisveitur,“ segir hún. „En í bókasafnaheiminum var lögð áhersla á að gera þetta þannig að þetta kæmi sem best við höfunda og útgefendur. Þá var fundin þessi aðferð að hvert eintak af rafbók er meðhöndlað eins og prentað eintak af bók.“

„Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til“

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfis bókasafna og er með samning við bandarísku rafbókaveitunni Overdrive.

„Rafbókasafnið er ekki stórt og það eru ekki mjög margir lesendur,“ segir Úlfhildur. „Fólk sækir meira í Storytel sem er eðlilegt því við höfum ekki fengið íslenskar bækur inn á rafbókasafnið. Útgefendur og höfundar hafa almennt ekki viljað selja okkur íslenskar bækur. Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til og þar af leiðandi höfum við takmarkað fé.“

Stöðug jafnvægislist

Úlfhildur segir aftur á móti að þeir lesendur sem á annað borð nota Rafbókasafnið noti það mjög mikið. „Þess vegna er þessi stöðuga jafnvægislist,“ segir hún. „Annars vegar óskir um titla frá lánþegum sem eru að meðaltali 100 óskir á viku og síðan óskir lánþega um sömu bókina þar sem er pantanalisti jafnvel yfir 60 manns. Þegar er komið yfir 40 þá kaupum við annað eintak og með sumar af þessum vinsælustu bókum eigum við jafnvel þrjú eintök ef eftirspurnin er gríðarlega mikil.“

„Til að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur“

Hún segir þetta vera alþjóðlegt vandamál rafbókasafna. „Til þess að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur,“ segir Úlfhildur. „Við erum í meiri vandræðum en með prentuðu bækurnar af því að hljóðbækurnar eru svo ofboðslega vinsælar en taka oft langan tíma í hlustun. Við prófuðum að stytta útlánstímann á hljóðbókunum og það stytti biðlistana eitthvað. En margir segja að þeir nái ekki að hlusta á kannski 15 klukkutíma bók á 14 dögum.“

Allir tapi á streymi

Úlfhildur segir að íslenskir höfundar gætu fengið meira fyrir sinn snúð í gegnum Rafbókasafnið. „Hvert útlán tikkar inn í Bókasafnssjóð höfunda ólíkt streyminu þar sem þú þarft ákveðið mörg streymi til að fá krónu,“ segir hún. „Það eru allir hræddir við streymi því það tapa allir á því, nema í mesta lagi þeir sem eiga streymisveituna og það er ekki einu sinni öruggt að þeir græði nógu mikið eins og sést á umræðunni um gerviraddir og gerviþýðingar hjá Storytel. Það er verið að leita sparnaðarleiða.

Okkur finnst mikilvægt sem almenningsbókasafni og opinberri stofnun að troða ekki á réttindum neins en að sama skapi er líka mjög mikilvægt að tryggja lesendum það lesefni sem þeir óska sér. Við getum aldrei tryggt að allir geti lesið sömu bókina á sama tíma, það á við jafnt um prentaðar bækur og rafbækur. En þessir ofboðslegu biðlistar á vinsælu hljóðbókunum, það er eitthvað sem við höfum virkilegar áhyggjur af.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
5
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
6
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár