Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
Líkur á að eldgos byrji eftir tvo til þrjá daga Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir að magnið sem hefur safnast fyrir af kviku sé að nálgast það sem var fyrir síðasta gos. Ef fram haldi sem horfi séu tveir til þrír dagar í að þakið opnist og eldgos byrji. Mynd: Heimildin / Golli

Eftir þrjá daga, eða þann 10. ágúst, verður það magn sem hefur safnast fyrir af kviku orðið jafn mikið og síðast þegar gaus á Reykjanesi. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir að nú séu því yfirgnæfandi líkur á að það byrji að gjósa á allra næstu dögum.  

„Magnið sem hefur safnast fyrir af kviku er að nálgast það sem var fyrir síðasta gos. Ef fram heldur sem horfir eru tveir til þrír dagar í að það nái sömu mörkum og í síðasta gosi. Þetta gæti þýtt að það byrji að gjósa 10. ágúst,“ segir Þorvaldur í samtali við Heimildina. 

Komið að þolmörkum

En svo gæti gosið fyrr, segir hann, eins og sérfræðingar á Veðurstofunni hafi bent á. Það er hægt að búast við gosi á hverri stundu, í raun og veru.“  Hins vegar sé það svo að ef það dragist meira á langinn aukist líkur á öflugra gosi. Því þá er búin að byggjast upp meiri þrýstingur í hólfinu en verið hefur áður. Þá er hólfið að stækka líka en hingað til hefur það ekki getað tekið meira en 20 milljón rúmmetra og þegar það er komið á þann stað er það komið að þolmörkum. Þá hefur þakið yfirleitt rofnað og kvikan farið til yfirborðs þannig að ef það fer eitthvað fram yfir þetta má búast við öflugra gosi en við höfum séð, að minnsta kosti í byrjun,“ segir Þorvaldur.

„Að mínu viti eru engar líkur á að gos komi upp og byrji innan Grindavíkur“
Þorvaldur Þórðarson
eldfjallafræðingur

Hann segir að ef ekki byrjar að gjósa fyrr en eftir eina til þrjár vikur gætum við verið að fá eitthvað nýtt, aðra mynd sem gæti orðið erfiðari fyrir okkur.“ Byrjun gossins yrði þá öflugri, hraunflæði myndi vera meira. Þá er erfitt að segja hvað gerist. En ég ítreka að yfirgnæfandi líkur eru á að það gjósi á allra næstu dögum og þá verður þetta endurtekið efni. Þá mun það byrja með látum í einn, tvo eða þrjá tíma og svo dettur það að mestu niður. 

Engar líkur séu á að gos komi upp innan Grindavíkur

Þorvaldur segir það muni að öllum líkindum gjósa á sömu slóðum og undanfarið. Að mínu viti eru engar líkur á að gos komi upp og byrji innan Grindavíkur. Hraun getur auðvitað flætt þangað niður eftir. Hraunkvika getur líka flætt eftir sprungum eða gömlum hraunhellum í áttina að Grindavík og komið upp í grennd við bæinn eða inni í bænum eins og gerðist 14. janúar.

Af hverju ætti það að fara að breyta út af venju?Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir að gosin hafi, með einni undantekningu, hagað sér með sama hætti og ekkert bendi til að breyting verði þar á í þetta sinn.

Það gæti endurtekið sig en ég held að það séu engar líkur á því að það komi upp kvika beint undir Grindavík,“ segir hann og bætir við að ef horft sé til framvindu eldgosa á Reykjanesi í þessari hrynu hafi öll gosin byrjað á svipuðum slóðum  að gosinu 14. janúar undanskildu.  Veikleikinn í þakinu á henni virðist vera að austanverðu, það opnast og þá fer kvikan bara beint upp og í gíga sem byrja að gjósa. Síðan opnast þetta eins og blævængur til norðurs og suðurs.

„Það er búið að koma sér í ákveðinn farveg og vill halda sig í honum“
Þorvaldur Þórðarson
eldfjallafræðingur

Eina spurningin sé hversu langt suður og norður hún muni ná. Hún hefur auðveldlega farið að Sundhnúk sjálfum. Í stöku tilfellum hefur hún farið lengra, austan við Hagafellið en hún virðist eiga erfitt með að komast mikið sunnar. Það virðist vera einhver fyrirstaða þarna rétt sunnan við Hagafellið sem veldur því að gossprungur eiga erfitt með að teygja sig mikið lengra en þangað. Ég veit ekki hvað það er en þannig hafa gosin hagað sér og meðan kerfið er að haga sér nákvæmlega eins núna sé ég enga ástæðu til að þetta verði ekki eins og áður. Af hverju ætti það að fara að breyta út af venju? Það er búið að koma sér í ákveðinn farveg og vill halda sig í honum“ segir Þorvaldur.

 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár