Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Borga ungum drengjum fyrir að vinna óhæfuverkin

Glæpa­flokk­ar borga í aukn­um mæli ung­um drengj­um fyr­ir að fremja margs kon­ar óhæfu­verk, jafn­vel morð. Tveir sænsk­ir pilt­ar voru fyr­ir skömmu hand­tekn­ir í Kaup­manna­höfn eft­ir morð­tilraun.

Miðvikudagskvöldið 31. júlí sl. var gerð tilraun til að ráða mann af dögum á Blågårdsgade á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Tilraunin mistókst en lögreglan hefur ekki viljað veita neinar upplýsingar um þann sem fyrir árásinni varð, eða ástand hans, annað en að hann lifði af.  Daginn eftir handtók lögreglan 16 ára sænskan pilt og degi síðar annan Svía, 17 ára gamlan. Tveimur dögum síðar handtók danska lögreglan 25 ára mann og 31 árs konu, þau eru grunuð um aðild að málinu.

11 tilvik á einu ári

Í júní var 19 ára Svíi handtekinn fyrir að kasta handsprengju inn í skartgripaverslun í Valby í Kaupmannahöfn og í sama mánuði voru tveir Svíar, 15 og 16 ára handteknir fyrir morðtilraun í Brøndby skammt frá Kaupmannahöfn. Þetta eru nýjustu tilvikin þar sem ungir sænskir piltar eru fengnir, gegn borgun, til að fremja ódæði, oftast morð í Kaupmannahöfn og nágrenni. Á einu ári hafa sænskir piltar samtals 11 sinnum verið keyptir til slíkra verka í Danmörku.

Lengi verið þekkt í Svíþjóð en nýtt í Danmörku

David Sausdal afbrotafræðingur og lektor við Háskólann í Lundi í Svíþjóð sagði í viðtali við danska útvarpið, DR, að það sem nú væri að gerast í Danmörku væri vel þekkt í Svíþjóð og hefði verið svo um langt skeið. Það sem David Sausdal átti við er að glæpagengi „auglýsi“ á netmiðlum eftir ungum mönnum til að taka að sér það sem hann kallaði skítadjobb gegn greiðslu. Fram hefur komið að fyrir að ráða mann af dögum á Blågårdsgade 31. júlí áttu piltarnir að fá 200 þúsund danskar krónur (4 milljónir íslenskar) og að sögn lögreglunnar gæti upphæðin fyrir unnið verk, í mörgum tilvikum, verið mun hærri. 

Ástæðan er einföld

Frá bæjardyrum glæpasamtaka er ástæðan til að ráða unga menn til óhæfuverka einföld. Með því móti sleppa félagar í glæpasamtökum við sektir eða langa fangavist. Fyrir ungu mennina sem taka slík verk að sér eru það peningarnir sem freista og ef verkið „heppnast“ auðveldar það kannski aðild að samtökunum.

„Þetta kemur okkur í koll, við skutum okkur í fótinn“
Henrik Vigh,
prófessor í mannfræði við Hafnarháskóla

Áðurnefndur David Sausdal sagði að þessi aðferð gæti orðið til að hæna unga menn að samtökunum, menn sem kannski myndu annars ekki kynnast þessum félagsskap. Þessi aðferð glæpasamtakanna gerir lögreglunni sömuleiðis erfiðara fyrir því ungu mennirnir eru síður í þeim hópi sem hún fylgist með. Ástæða þess að leitað er til ungra manna frá Svíþjóð til að vinna óhæfuverk í Danmörku er að í Svíþjóð eru glæpasamtökin margfalt fjölmennari en í Danmörku og jafnframt miklu fleiri ungir menn sem eru til í hvað sem er, gegn greiðslu, sagði David Sausdal.

Aukin samvinna nauðsyn

Tilræðið í Blågårdsgade um síðastliðin mánaðamót vakti mikla athygli í Danmörku þótt það væri síður en svo hið fyrsta af þessu tagi. Bæði stjórnmálamenn og lögregla hafa lýst miklum áhyggjum og segja að koma verði í veg fyrir að í Danmörku skapist sama ástand og í Svíþjóð þar sem glæpaklíkur vaða uppi (orðalag dansks þingmanns) og eru margfalt fjölmennari en í Danmörku.

Torben Svarrer sem er yfirmaður þeirrar deildar lögreglunnar sem fæst við alvarleg afbrotamál, National enhed for Særlig Kriminalitet (NSK) sagði i viðtali við danska útvarpið að tilvikum þar sem ungmenni og vopn komi við sögu fari fjölgandi, án þess að það rati í fjölmiðla. Þetta sé mikið áhyggjuefni. Torben Svarrer sagði að NSK ætti gott samstarf við sænsku lögregluna, sem hefði meiri og lengri reynslu í þessum málum.

Henrik Vigh prófessor í mannfræði við Hafnarháskóla telur að stóraukin samvinna við lögreglu í öðrum löndum sé höfuðatriði í baráttunni við glæpaklíkurnar. Einkum samvinnu við Europol. Fyrirvari Dana um óhefta og fulla samvinnu í málum er varða dóms- og lögreglumál samkvæmt Maastricht samkomulaginu var samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta kemur okkur í koll, við skutum okkur í fótinn,“ sagði Henrik Vigh. „Óheft og full samvinna við miðlun upplýsinga skiptir miklu og fyrirvarinn er okkur nú til trafala.“

Málið verður tekið upp í þinginu

Preben Bang Henriksen talsmaður þingflokks Venstre, eins stjórnarflokkanna, hyggst taka málið upp þegar danska þingið, Folketinget, kemur saman að loknu sumarleyfi. Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra sagði í skriflegu svari við fyrirspurn danska útvarpsins að allt yrði gert til að koma í veg fyrir að þessi óheillaþróun nái að festast í sessi. Hann muni fljótlega boða ríkislögreglustjóra og yfirmann NSK á sinn fund og ef í ljós komi að lögreglan þurfi aukinn mannafla og viðbúnað til að bregðast við þessari tegund afbrota muni ekki standa á aðstoð stjórnvalda. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
1
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
3
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
4
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár