Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, hvetur alla rekstraraðila sem sinna mikilvægri þjónustu að skoða hvernig fyrirtæki þeirra séu búin undir þær ógnir sem fylgja loftslagsbreytingum.
„Mér finnst mikilvægt að allir sem bera ábyrgð á innviðum eða þjónustu við samfélagið skoði sinn rekstur með þessar ógnir í huga,“ segir Víðir. „Hvort þeir hafi, þegar þeir byggðu upp sinn rekstur, tekið tillit til hættunnar á ofsaveðri, flóðum, hopi jökla og fleiru, og afleiðingum af því eins og truflunum á raforku og samskiptum og öðru, og hvort þeir séu tilbúnir til að halda sínum rekstri áfram þrátt fyrir áföll. Það er bara mjög stór hluti af því að gera samfélagið öruggara að allir skoði sín mál, taki ábyrgð og bíði ekki bara eftir því að einhver annar komi og segi þeim hvað eigi að gera.“
Víðir segir að Almannavarnir hafi fyrir nokkru síðan byrjað að taka aukna hættu á náttúruvá vegna loftslagsbreytinga …
Athugasemdir