Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Klöppuðu og klöppuðu á meðan hryllingurinn hélt áfram

Í sömu viku og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, upp­skar ít­rek­að há­vært lófa­klapp í banda­ríska þing­inu féllu 129 í val­inn í palestínsku borg­inni Kh­an Yun­is vegna árása Ísar­els­hers. 150.000 manns þurftu að leggja á flótta af svæð­inu á sama tíma. Heild­artala lát­inna er nú kom­in yf­ir 39.000, sam­kvæmt palestínsk­um yf­ir­völd­um.

Klöppuðu og klöppuðu á meðan hryllingurinn hélt áfram
Særðar Konur sem meiddust í Khan Yunis mæta á bráðamóttöku al-Nassr spítalans í borginni. Á fimmta hundrað hafa særst í árásum Ísraelshers á svæðið sem hófust á mánudag. Mynd: Bashar Taleb/AFP

Á mánudaginn lenti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Washington. Á sama sólarhring drápu hersveitir hans 84 manns í borginni Khan Yunis á Gaza. Íbúar á svæðinu höfðu bara fengið nokkrar mínútur til þess að flýja áður en ísraelski herinn lét til skarar skríða.

Tveimur dögum síðar var tala látinna í árásum á Khan Yunis komin upp í 129. Þann dag mætti ráðherrann á bandaríska þingið. Þingmennirnir risu úr sætum sínum þegar Netanjahú steig í pontu og klöppuðu fyrir honum í um hálfa mínútu. Setið var í nánast hverju einasta sæti þingsalarins, þó að einhverjir tugir þingmanna Demókrata hafi ekki látið sjá sig á meðan Netanjahú talaði. Um 40 sinnum var klappað á meðan klukkustundarlangri ræðu hans stóð. 

„Þetta er ekki árekstur siðmenningarheima, þetta er árekstur villimennsku og siðmenningar,“ sagði Netanjahú um stríðið fyrir eitt lófaklappið.

MissirPalestínskar konur í öngum sínum við greftrun fjölskyldumeðlima úr Abu Taha fjölskyldunni fyrir utan spítala við Khan Yunis.

Hersveitir hans hafa nú drepið um 39.000 manns, samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá hafa nánast allir íbúar svæðisins, samtals 2,3 milljónir talsins, þurft að flýja heimili sín. Ísrael segir að Hamas-liðar hafi drepið um 1.200 manns og tekið 250 gísla með árás sem þeir gerðu á Ísrael í októbermánuði.

Þrátt fyrir hryllinginn sem Netanjahú hefur fyrirskipað á Gaza í kjölfarið truflaði enginn ráðherrann á meðan hann talaði. Rashida Tlaib, eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, var sú eina sem hreyfði mótbárum með því að halda uppi tveimur skiltum. Á öðru þeirra stóð „stríðsglæpamaður“, á hinu „segðu af þér“.

Fyrir utan þinghúsið ómuðu svipaðar yfirlýsingar. Þar létu almennir borgarar í sér heyra, kölluðu Netanjahú forsætisráðherra þjóðarmorðs- og stríðsglæpamann. Þúsundir mótmæltu og mættu lögreglusveitum bæði frá Washington og New York sem höfðu sameinast til þess að verja þinghúsið. 

Netanjahú fór ekki fögrum orðum um hópinn, sagði að fólk sem mótmælti aðgerðum Ísraels stæði með Hamas og ætti að skammast sín. Hann gerði því jafnframt skóna, án þess að hafa fyrir því sannanir, að Íran stæði fjárhagslega að baki mótmælunum fyrir utan þinghúsið.

Netanjahú og Kamala Harris funduðu í gær um friðarviðræður og á Netanjahú bókaðan fund með Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana, í dag. Aðalmarkmið heimsóknar hans er að tryggja áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við stríð hans gegn Palestínu.

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég óski mér óháðs fréttaflutnings um þessi átök. Auðvitað hefur Israel nú þegar brotið mörg alþjóðalög og mannréttindi, hægri manninum Netanyahu mun heldur aldrei takast að uppræta hamas. Og margir israelar eru heldur ekki ánægðir með hann og hans stefnu.
    En hamas er enn að skjóta á Israel, það fer merkilega lítið um það.
    Nú blandast hezbolla í auknu mæli í átökin, síðast féllu 10 ungmenni sem spiluðu fótbolta og ekki einu sinni voru það israelar heldur muslimskir íbúar hernumdu Golanhæða. Sýnir það best að hvorki hamas né hezbolla bera hagsmuni palestinumanna og trúbræðra fyrir brjósti sér.
    Bak við allt stendur svo hið illa klerkaveldi Iran.
    Þeir og öfgabræður þeirra í hópi Gyðinga hafa haldið þessum átökum núna gangandi í 70 ár og ekki skánar það.
    Að birta stutta fréttastubba sem sýna enga heildarmynd sæmir Heimildinni ekki.
    1
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Allt sem okkur hefur verið sagt varðandi lok seinni heimsstyrjaldarinnar þá voru það ekki svokallaðir bandamenn sem unnu, heldur voru það NASISTAR sem í raun unnu, það voru Bandarískir nasistar sem greiddu fyrir uppgangi Hitlers, sem var bara streingja brúða þeirra. Það var reyndar vitað að skrifstofa nasistaflokksins er við 39 broadway, New York.
    Hræsni Bandaríkjana eru svo óstjórnleg að þeir sitja alltaf báðu megin borðsins og græða alltaf á öllum stríðum sem háð eru um heiminn.
    WAR IS GOOD FOR BUSINESS.
    https://youtu.be/4oVpt_I9iQQ?si=v1Te687Q_l3Pts5i
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár