Vísitala neysluverðs í júlí 2024 er 644,2 stig, sem er 0,46% hækkun frá því í síðasta mánuði. Að húsnæði undanskildu er hækkunin 0,45%. Þettta segir í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,3%, í síðasta mánuði var hún 5,8%. Þetta er meiri hækkun en búist var við. Hagfræðideildir Landsbankans og Íslandsbanka höfðu spáð því að verðbólgan yrði 5,9% í þessum mánuði. Hækkun verðbólgu kemur vonum um að stýrivaxtalækkanir muni eiga sér stað á þessu ári í uppnám.
Verðlagshækkun varð á matvörum, kostnaðar vegna búsetu í eigin húsnæði og fluggjöldum til útlanda. Hækkunin var langmest í síðasta liðnum, eða 16,5%. Vega þessar hækkanir upp á móti verðlækkunum á vörum á borð við föt og skó sem rekja má til sumarútsalna sem eru víða í gangi um þessar mundir.
Athugasemdir (2)