Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Covid smit á uppleið í þjóðfélaginu

Stað­geng­ill sótt­varn­ar­lækn­is seg­ir veiruna vera í dreif­ingu en að lít­ið sé um al­var­leg veik­indi. Land­spít­al­inn hef­ur grip­ið til að­gerða vegna fjölg­un­ar smita.

Covid smit á uppleið í þjóðfélaginu
Sýnataka vegna Covid Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna smita á deildum. Mynd: EPA

Greiningum á Covid smitum hefur fjölgað undanfarnar vikur og hefur Landspítalinn gripið til aðgerða vegna þessa. Tölfræði sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sýnir að í síðustu viku hafi 66 smit greinst úr 319 sýnum sem voru tekin og eru það fleiri smit en á nokkurri annarri viku undanfarin misseri.

„Það virðist vera að smitum hafi fjölgað síðustu tvær, þrjár vikurnar, og fleiri innlagnir eru á Landspítalanum vegna Covid,“ segir Anna Margrét Guðmundsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis. „Það hefur líka verið að aukast í löndunum í kringum okkur. En flestir eru lítið veikir. Þetta eru ekki alvarlegri veikindi en meira í dreifingu.“

Samkvæmt tilkynningu frá Landspítalanum hefur Covid skotið upp kollinum á átta deildum spítalans og breiðst hratt út á nokkrum þeirra. Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir í kjölfarið en starfsfólk hafi einnig smitast og misst úr vinnu. „Nú að morgni 16. júlí eru 32 sjúklingar í einangrun vegna COVID á Landspítala í þremur húsum (Landakot, Hringbraut og Fossvogur) og er þetta þriðja sumarið sem bylgja COVID sýkinga herjar á landsmenn,“ segir í tilkynningunni.

Vegna þessa munu á morgun taka í gildi aðgerðir eins og grímuskylda starfsfólks í samskiptum við sjúklinga og takmörkun á heimsóknartímum. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. „Þegar faraldur er á deild er heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en hafa þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur,“ segir í tilkynningunni.

Best að viðhafa sóttvarnir

„Þetta er í dreifingu í þjóðfélaginu og innlagnirnar á Landspítalanum endurspegla það,“ segir Anna Margrét. „En flestir eru með lítil einkenni og fólk er ekki alvarlega veikt. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta séu alvarlegri veikindi en áður. En þetta er talsverður fjöldi með Covid.“

„Það er ekkert sem bendir til þess að þetta séu alvarlegri veikindi en áður“

Aðspurð segir Anna að um sömu afbrigði veirunnar sé að ræða og hafa verið í dreifingu í Evrópu að undanförnu. „Eins og venjulega er best að viðhafa sóttvarnir, kannski aðallega þeir sem eru í áhættuhópum, með bælt ónæmiskerfi og eldra fólk,“ segir hún. „Þau mega huga að því að þetta er í dreifingu.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu