Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Covid smit á uppleið í þjóðfélaginu

Stað­geng­ill sótt­varn­ar­lækn­is seg­ir veiruna vera í dreif­ingu en að lít­ið sé um al­var­leg veik­indi. Land­spít­al­inn hef­ur grip­ið til að­gerða vegna fjölg­un­ar smita.

Covid smit á uppleið í þjóðfélaginu
Sýnataka vegna Covid Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna smita á deildum. Mynd: EPA

Greiningum á Covid smitum hefur fjölgað undanfarnar vikur og hefur Landspítalinn gripið til aðgerða vegna þessa. Tölfræði sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sýnir að í síðustu viku hafi 66 smit greinst úr 319 sýnum sem voru tekin og eru það fleiri smit en á nokkurri annarri viku undanfarin misseri.

„Það virðist vera að smitum hafi fjölgað síðustu tvær, þrjár vikurnar, og fleiri innlagnir eru á Landspítalanum vegna Covid,“ segir Anna Margrét Guðmundsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis. „Það hefur líka verið að aukast í löndunum í kringum okkur. En flestir eru lítið veikir. Þetta eru ekki alvarlegri veikindi en meira í dreifingu.“

Samkvæmt tilkynningu frá Landspítalanum hefur Covid skotið upp kollinum á átta deildum spítalans og breiðst hratt út á nokkrum þeirra. Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir í kjölfarið en starfsfólk hafi einnig smitast og misst úr vinnu. „Nú að morgni 16. júlí eru 32 sjúklingar í einangrun vegna COVID á Landspítala í þremur húsum (Landakot, Hringbraut og Fossvogur) og er þetta þriðja sumarið sem bylgja COVID sýkinga herjar á landsmenn,“ segir í tilkynningunni.

Vegna þessa munu á morgun taka í gildi aðgerðir eins og grímuskylda starfsfólks í samskiptum við sjúklinga og takmörkun á heimsóknartímum. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. „Þegar faraldur er á deild er heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en hafa þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur,“ segir í tilkynningunni.

Best að viðhafa sóttvarnir

„Þetta er í dreifingu í þjóðfélaginu og innlagnirnar á Landspítalanum endurspegla það,“ segir Anna Margrét. „En flestir eru með lítil einkenni og fólk er ekki alvarlega veikt. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta séu alvarlegri veikindi en áður. En þetta er talsverður fjöldi með Covid.“

„Það er ekkert sem bendir til þess að þetta séu alvarlegri veikindi en áður“

Aðspurð segir Anna að um sömu afbrigði veirunnar sé að ræða og hafa verið í dreifingu í Evrópu að undanförnu. „Eins og venjulega er best að viðhafa sóttvarnir, kannski aðallega þeir sem eru í áhættuhópum, með bælt ónæmiskerfi og eldra fólk,“ segir hún. „Þau mega huga að því að þetta er í dreifingu.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár