Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Covid smit á uppleið í þjóðfélaginu

Stað­geng­ill sótt­varn­ar­lækn­is seg­ir veiruna vera í dreif­ingu en að lít­ið sé um al­var­leg veik­indi. Land­spít­al­inn hef­ur grip­ið til að­gerða vegna fjölg­un­ar smita.

Covid smit á uppleið í þjóðfélaginu
Sýnataka vegna Covid Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna smita á deildum. Mynd: EPA

Greiningum á Covid smitum hefur fjölgað undanfarnar vikur og hefur Landspítalinn gripið til aðgerða vegna þessa. Tölfræði sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sýnir að í síðustu viku hafi 66 smit greinst úr 319 sýnum sem voru tekin og eru það fleiri smit en á nokkurri annarri viku undanfarin misseri.

„Það virðist vera að smitum hafi fjölgað síðustu tvær, þrjár vikurnar, og fleiri innlagnir eru á Landspítalanum vegna Covid,“ segir Anna Margrét Guðmundsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis. „Það hefur líka verið að aukast í löndunum í kringum okkur. En flestir eru lítið veikir. Þetta eru ekki alvarlegri veikindi en meira í dreifingu.“

Samkvæmt tilkynningu frá Landspítalanum hefur Covid skotið upp kollinum á átta deildum spítalans og breiðst hratt út á nokkrum þeirra. Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir í kjölfarið en starfsfólk hafi einnig smitast og misst úr vinnu. „Nú að morgni 16. júlí eru 32 sjúklingar í einangrun vegna COVID á Landspítala í þremur húsum (Landakot, Hringbraut og Fossvogur) og er þetta þriðja sumarið sem bylgja COVID sýkinga herjar á landsmenn,“ segir í tilkynningunni.

Vegna þessa munu á morgun taka í gildi aðgerðir eins og grímuskylda starfsfólks í samskiptum við sjúklinga og takmörkun á heimsóknartímum. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. „Þegar faraldur er á deild er heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en hafa þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur,“ segir í tilkynningunni.

Best að viðhafa sóttvarnir

„Þetta er í dreifingu í þjóðfélaginu og innlagnirnar á Landspítalanum endurspegla það,“ segir Anna Margrét. „En flestir eru með lítil einkenni og fólk er ekki alvarlega veikt. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta séu alvarlegri veikindi en áður. En þetta er talsverður fjöldi með Covid.“

„Það er ekkert sem bendir til þess að þetta séu alvarlegri veikindi en áður“

Aðspurð segir Anna að um sömu afbrigði veirunnar sé að ræða og hafa verið í dreifingu í Evrópu að undanförnu. „Eins og venjulega er best að viðhafa sóttvarnir, kannski aðallega þeir sem eru í áhættuhópum, með bælt ónæmiskerfi og eldra fólk,“ segir hún. „Þau mega huga að því að þetta er í dreifingu.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár