Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Birta áform um að leggja Bankasýslu niður

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið hef­ur birt til um­sagn­ar áform um að fella úr gildi sér­stök lög um Banka­sýslu rík­is­ins. Með laga­breyt­ing­un­um yrðu verk­efni stofn­un­ar­inn­ar flutt til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Birta áform um að leggja Bankasýslu niður
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins er, samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar, eini starfsmaður hennar.

Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt áform um lagasetningu sem mun fella úr gildi lög um stofnunina í samráðsgátt stjórnvalda. Verkefni Bankasýslunnar munu í kjölfarið flytjast til fjármála- og efnahagsráðherra.

Ekki forsvaranlegt að starfrækja Bankasýsluna lengur

Í samráðsgátt segir til frekari upplýsinga að um litla stofnun með lágmarksstarfsemi sé að ræða. „Hún hefur að mestu lokið verkefnum sem henni var ætlað og ekki þykir forsvaranlegt að starfrækja hana lengur.“ 

Sama fyrirkomulag muni í framhaldinu verða á stýringu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum og almennt tíðkist um eignarhald ríkisfyrirtækja. Kveðið sé á um hlutverk fjármála- og efnahagsráðherra í þessum efnum í ákvæðum laga um opinber fjármál. Fyrirkomulag þetta sé í samræmi við það sem almennt tíðkist innan OECD.

Yfirlýsing um að leggja niður stofnunina birt fyrir meira en tveimur árum …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    En fá þeir ekki starfslokasamning ? Ríflegan bónus fyrir vel unnin störf 🤢
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Það mun ekki taka tvö ár að skaffa Jóni Gunnari Jónssyni góða stöðu t.d. í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir allt klúðrið.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Loksins verður almenningur laus við "er að selja banka ekki banka" dúddann.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Allt á hendi xD mafíunnar. Næsta bankasala verður skrautleg.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár