Smiðja, nýjasta bygging Alþingis, við Vonarstræti, er komin í notkun og verið að leggja lokahönd á frágang og lóð hússins. Eins og oft er með nýbyggingar hafa komið í ljós nokkur aukaverk, sem jafnvel þarf að vinna upp á nýtt. Meðal þess eru frágangur á gluggum á svölum fimmtu hæðar hússins sem reyndist ekki standast hina láréttu íslensku rigningu og fóru að leka, eins og Heimildin fjallaði um í byrjun júní.
Á dögunum mátti svo sjá hvernig iðnaðarmenn voru í óðaönn að taka af glugga á suðurhlið hússins. Eins og fram kom í vetur voru þingmenn misánægðir með nýju húsakynnin og líkti einn þeirra þeim við fangaklefa. Ekki stóð þó til að setja rimla í stað glugganna, heldur aðra glugga.
Það er harla óvanalegt að ráðist sé í þess háttar viðhald á húsi, sem strangt til tekið er ekki orðið fullklárað. Skýringin liggur enda í gölluðum gluggum sem höfðu verið …
Athugasemdir