Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Maðurinn sem hefur heimsótt alla kirkjugarða á Íslandi

Guð­mund­ur Rafn Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Kirkju­garða­r­áðs, hef­ur heim­sótt alla kirkju­garða lands­ins, sem eru rétt tæp­lega 300 tals­ins. Hann hef­ur ekki ákveð­ið hvar hann sjálf­ur hyggst leggj­ast til hinstu hvílu en ætl­ar að nýta eft­ir­launa­ald­ur­inn í það, sem hefst í haust.

Framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs Guðmundur Rafn Sigurðsson hefur setið í Kirkjugarðaráði í 32 ár. Hann hefur heimsótt alla kirkjugarða landsins, sem eru í kringum 300 talsins, auk ýmissa eyðigarða. Guðmundur hefur nú góða yfirsýn yfir alla kirkjugarðana en hefur ekki gert upp hug sinn hvar hann hyggst leggjast til hinstu hvílu.

„Þetta er síðasti garðurinn sem ég á eftir að heimsækja á landinu. Mér reiknast til að þetta séu um 300 garðar,“ segir Guðmundur Rafn Sigurðsson, landslagsarkitekt. Ljósmyndari Heimildarinnar náði tali af Guðmundi í kirkjugarðinum við eitt afskekktasta bænahús landsins í Furufirði á Ströndum. Þetta er stuttur en breiður fjörður fyrir opnu hafi, á mörkum Stranda og Hornstranda en vesturströnd fjarðarins er innan Hornstrandafriðlandsins. 

Tilgangur ferðarinnar var að skrásetja leiði í kirkjugarðinum, nokkuð sem Sigurgeir Skúlason, landfræðingur og kortagerðamaður, hóf að gera fyrir 20 árum. Hann var einnig með í för, ásamt Jóhannesi Finni Halldórssyni hagfræðingi sem aðstoðar við útreikninga og tölfræðiupplýsingar. 

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, slóst einnig með í för en það var á meðal hennar síðasta verka í embætti að heimsækja bænahúsið. Flestir þeir sem létust í Grunnavíkursókn norðan Skorarheiðar eftir aldamótin 1900 eru grafnir við bænhúsið. „Kirkjan þeirra var í Grunnavík og það var mjög langt að …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár