„Þetta er síðasti garðurinn sem ég á eftir að heimsækja á landinu. Mér reiknast til að þetta séu um 300 garðar,“ segir Guðmundur Rafn Sigurðsson, landslagsarkitekt. Ljósmyndari Heimildarinnar náði tali af Guðmundi í kirkjugarðinum við eitt afskekktasta bænahús landsins í Furufirði á Ströndum. Þetta er stuttur en breiður fjörður fyrir opnu hafi, á mörkum Stranda og Hornstranda en vesturströnd fjarðarins er innan Hornstrandafriðlandsins.
Tilgangur ferðarinnar var að skrásetja leiði í kirkjugarðinum, nokkuð sem Sigurgeir Skúlason, landfræðingur og kortagerðamaður, hóf að gera fyrir 20 árum. Hann var einnig með í för, ásamt Jóhannesi Finni Halldórssyni hagfræðingi sem aðstoðar við útreikninga og tölfræðiupplýsingar.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, slóst einnig með í för en það var á meðal hennar síðasta verka í embætti að heimsækja bænahúsið. Flestir þeir sem létust í Grunnavíkursókn norðan Skorarheiðar eftir aldamótin 1900 eru grafnir við bænhúsið. „Kirkjan þeirra var í Grunnavík og það var mjög langt að …
Athugasemdir