Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Tvöfalt fleiri baðlón í bígerð

Sex­tán baðlón eru á teikni­borð­inu um land allt en ell­efu eru fyr­ir í rekstri. Heim­ild­in kort­legg­ur hvaða at­hafna­menn standa að nýj­asta æð­inu í ferða­manna­brans­an­um.

Tvöfalt fleiri baðlón í bígerð
Bláa lónið er umsvifamest á markaði baðlóna. Mynd: Golli

Um síðustu mánaðamót opnuðu Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum. Bláa lónið rekur þetta nýjasta baðlón Íslands en með opnun þess eru baðlón landsins orðin ellefu talsins. Eru þar fyrir utan ótaldar almenningssundlaugar, einkasundlaugar, náttúrulaugar og minni svæði með baðaðstöðu.

Þrátt fyrir allan þennan fjölda eru nú hátt á annan tug baðlóna ýmist á teikniborðinu eða á framkvæmdastigi víðs vegar um landið.

Bláa lónið hf. er umsvifamest á markaðnum. Ekki aðeins rekur fyrirtækið samnefnda lónið við Svartsengi, sem hefur reglulega þurft að loka undanfarið ár vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga, heldur kemur það að rekstri margra annarra baðlóna um land allt. Fyrirtækið er hluteigandi að GeoSea á Húsavík, Mývatn Earth Lagoon, Vök Baths við Egilsstaði og Fontana Laugarvatni.

Þá rekur fyrirtækið Hálendisböðin nýopnuðu í Kerlingarfjöllun og stefnir bæði að opnun Fjallabaðanna í Þjórsárdal, eða „The Mountain Retreat“, árið 2027, með …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Miðað við verðlagninguna í dag sem gerir ferð í baðlón fyrir fjölskyldu óframkvæmanlega hlýtur þetta fólk að hafa aðgang að kristalskúlu sem jafnvel Völvan yrði montin af. Manni dettur minnkarækt í hug, laxeldið þá og nú, ferðabúblan um allt land með súpudiskinn á 4.000 kr í hug. Ofbirta í augun vegna skínandi gulls sem framtíðarsýn þessa framsýna fólks ber með sér.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár