Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tvöfalt fleiri baðlón í bígerð

Sex­tán baðlón eru á teikni­borð­inu um land allt en ell­efu eru fyr­ir í rekstri. Heim­ild­in kort­legg­ur hvaða at­hafna­menn standa að nýj­asta æð­inu í ferða­manna­brans­an­um.

Tvöfalt fleiri baðlón í bígerð
Bláa lónið er umsvifamest á markaði baðlóna. Mynd: Golli

Um síðustu mánaðamót opnuðu Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum. Bláa lónið rekur þetta nýjasta baðlón Íslands en með opnun þess eru baðlón landsins orðin ellefu talsins. Eru þar fyrir utan ótaldar almenningssundlaugar, einkasundlaugar, náttúrulaugar og minni svæði með baðaðstöðu.

Þrátt fyrir allan þennan fjölda eru nú hátt á annan tug baðlóna ýmist á teikniborðinu eða á framkvæmdastigi víðs vegar um landið.

Bláa lónið hf. er umsvifamest á markaðnum. Ekki aðeins rekur fyrirtækið samnefnda lónið við Svartsengi, sem hefur reglulega þurft að loka undanfarið ár vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga, heldur kemur það að rekstri margra annarra baðlóna um land allt. Fyrirtækið er hluteigandi að GeoSea á Húsavík, Mývatn Earth Lagoon, Vök Baths við Egilsstaði og Fontana Laugarvatni.

Þá rekur fyrirtækið Hálendisböðin nýopnuðu í Kerlingarfjöllun og stefnir bæði að opnun Fjallabaðanna í Þjórsárdal, eða „The Mountain Retreat“, árið 2027, með …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Miðað við verðlagninguna í dag sem gerir ferð í baðlón fyrir fjölskyldu óframkvæmanlega hlýtur þetta fólk að hafa aðgang að kristalskúlu sem jafnvel Völvan yrði montin af. Manni dettur minnkarækt í hug, laxeldið þá og nú, ferðabúblan um allt land með súpudiskinn á 4.000 kr í hug. Ofbirta í augun vegna skínandi gulls sem framtíðarsýn þessa framsýna fólks ber með sér.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár