Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Tvöfalt fleiri baðlón í bígerð

Sex­tán baðlón eru á teikni­borð­inu um land allt en ell­efu eru fyr­ir í rekstri. Heim­ild­in kort­legg­ur hvaða at­hafna­menn standa að nýj­asta æð­inu í ferða­manna­brans­an­um.

Tvöfalt fleiri baðlón í bígerð
Bláa lónið er umsvifamest á markaði baðlóna. Mynd: Golli

Um síðustu mánaðamót opnuðu Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum. Bláa lónið rekur þetta nýjasta baðlón Íslands en með opnun þess eru baðlón landsins orðin ellefu talsins. Eru þar fyrir utan ótaldar almenningssundlaugar, einkasundlaugar, náttúrulaugar og minni svæði með baðaðstöðu.

Þrátt fyrir allan þennan fjölda eru nú hátt á annan tug baðlóna ýmist á teikniborðinu eða á framkvæmdastigi víðs vegar um landið.

Bláa lónið hf. er umsvifamest á markaðnum. Ekki aðeins rekur fyrirtækið samnefnda lónið við Svartsengi, sem hefur reglulega þurft að loka undanfarið ár vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga, heldur kemur það að rekstri margra annarra baðlóna um land allt. Fyrirtækið er hluteigandi að GeoSea á Húsavík, Mývatn Earth Lagoon, Vök Baths við Egilsstaði og Fontana Laugarvatni.

Þá rekur fyrirtækið Hálendisböðin nýopnuðu í Kerlingarfjöllun og stefnir bæði að opnun Fjallabaðanna í Þjórsárdal, eða „The Mountain Retreat“, árið 2027, með …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Miðað við verðlagninguna í dag sem gerir ferð í baðlón fyrir fjölskyldu óframkvæmanlega hlýtur þetta fólk að hafa aðgang að kristalskúlu sem jafnvel Völvan yrði montin af. Manni dettur minnkarækt í hug, laxeldið þá og nú, ferðabúblan um allt land með súpudiskinn á 4.000 kr í hug. Ofbirta í augun vegna skínandi gulls sem framtíðarsýn þessa framsýna fólks ber með sér.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár