Albert Guðmundsson ákærður fyrir kynferðisbrot

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn Al­bert Guð­munds­son hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot, tæpu ári eft­ir að kæra á hend­ur hon­um var fyrst gef­in út í sama máli. Þing­hald verð­ur lok­að.

Albert Guðmundsson ákærður fyrir kynferðisbrot
Landsliðsmaður Albert Guðmundsson í leik íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í mars, þegar mál hans hafði verið fellt niður. Hann var ekki í landsliðshópnum sem mætti Englandi og Hollandi í vináttulandsleikjum í júní, þegar niðurfellingin hafði verið kærð. Ákæra á hendur honum hefur nú verið gefin út að nýju. Mynd: AFP

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður ítalska liðsins Genoa, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Þetta hefur DV eftir Arnþrúði Þórarinsdóttur saksóknari. 

Tæpt ár er síðan orðrómur fór á kreik um meint brot Al­berts Guð­munds­son­ar lands­liðs­manns. Stjórn KSÍ var til­kynnt um það án þess að hann væri nafn­greind­ur. Albert var fyrst kærður fyrir kynferðisbrot í ágúst í fyrra. Héraðssaksóknari felldi málið niður í febrúar þar sem málið var talið ólíklegt til sakfellingar. Niðurfelling málsins var kærð til ríkissaksóknara og óskaði Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert, eftir að niðurfellingin sæti endurskoðun. 

Albert sendi frá sér stutta yfirlýsingu vegna málsins í ágúst þar sem segir: „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar.“ 

Ákæra hefur nú verið gefin út á ný af héraðssaksóknara. Lokað þinghald verður í málinu. Ekki liggur fyrir hvenær þinghald hefst en gera má ráð fyrir að það verði með haustinu. 

Ljóst er að verk­ferl­ar inn­an KSÍ þeg­ar kem­ur að meint­um of­beld­is­brot­um leik­manna hafa ver­ið tekn­ir til gagn­gerr­ar end­ur­skoð­un­ar síð­an Guðni Bergs­son þurfti að segja af sér sem formað­ur KSÍ eft­ir að hafa log­ið vegna slíkra mála. Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, þáverandi formaður KSÍ, vildi ekki ræða við Heimildina síðasta haust hvort end­ur­tekn­ar kær­ur vegna kyn­ferð­is­brota gegn lands­liðs­mönn­um hafi nei­kvæð áhrif á ímynd þess.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár