Bláa lóninu stendur ekki hugur til þess að takmarka aðgengi að Hoffellslóni þrátt fyrir mikla fyrirhugaða uppbyggingu ferðaþjónustu á vegum fyrirtækisins á svæðinu. Á áður ósnortnu landi við rætur Hoffellsjökuls mun rísa hótel og baðlón með útsýni yfir jökullónið.
Fulltrúar Bláa lónsins kynntu áformin á íbúafundi á Höfn í Hornafirði 29. maí síðastliðinn. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, var viðstaddur og Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hornarfjarðar, stýrði fundi. „Við teljum að að Hoffelli eigi að rísa eitthvað einstakt. Einstakur arkitektúr, einstök nálgun, því að staðurinn á það skilið,“ sagði Magnús Orri Schram, yfirmaður þróunarmála hjá Bláa lóninu.
Á fundinum var velt upp spurningum um aðgengi almennings að svæðinu eftir að uppbyggingin hefst. Einnig var spurt hvort ekki skjóti skökku við að ríkustu ferðamennirnir með stærsta kolefnisfótsporið fái besta útsýnið yfir ört hopandi jökulinn.
„Það er almannaréttur og frjáls för um þetta svæði og við getum ekki tekið það frá ykkur og …
Athugasemdir