Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda

Níu ein­stak­ling­ar sem all­ir voru við­stadd­ir mót­mæli Fé­lags Ís­land-Palestínu sem hald­in voru fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund við Skugga­sund þann 31. maí höfða mál gegn rík­inu vegna of­beld­is af hálfu lög­reglu. Á mót­mæl­un­um beitti lög­regla lík­am­legu valdi og piparúða til þess að kveða nið­ur mót­mæl­in og greiða för ráð­herra­bíls. Níu­menn­ing­arn­ir telja lög­reglu hafa brot­ið á tján­ing­ar- og funda­frelsi sínu.

Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda
Sex af níu mótmælendum Þrír af þeim níu sem koma að málsókninni komust ekki í myndatöku vegna annríkis. Hópurinn höfðar málið til að næstu kynslóðir mótmælenda þurfi ekki búa við ofbeldi af lögreglu. Mynd: Golli

Hópur fólks sem tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestína fyrir utan ríkisstjórnarfund við Skuggasund þann 31. maí hefur höfðað mál gegn ríkinu vegna framgöngu og vinnubragða lögreglu á mótmælunum. Málið var þingfest fyrir Héraðdóm Reykjavíkur í gær.

Hópurinn, samtals níu einstaklingar, segja lögreglu hafa beitt sig ólögmætu ofbeldi þegar lögregla ákvað að beita piparúða og líkamlegu afli til þess að tvístra mótmælendum og greiða för bíls sem sendur var til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundinum. Að þeirra mati hafi lögreglan, með aðgerðum sínum, brotið á tjáningarfrelsi og fundafrelsi sem getið eru um í stjórnarskrá. 

Talsmenn hópsins segja að mótmælin hafi upphaflega farið friðsamlega fram og enginn í hópi þeirra hafi hegðað sér með þeim hætti að það hafi verðskuldað slík viðbrögð af hálfu lögreglu. Þvert á móti hafi lögreglan snemma slegið þann ofbeldisfulla tón sem átti eftir að verða allsráðandi þegar leið á mótmælin. 

„Þessi þartilgerðu grindverk ollu …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
5
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár