Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Segir stjórnvöldum vera „drull um barn eins og Yazan“

Freyja Har­alds­dótt­ir sak­ar ís­lensk stjórn­völd um kyn­þátta­for­dóma og seg­ir þau vera að senda palestínsk­an lang­veik­an strák út í dauð­ann. Hún seg­ir „strengja­brúðup­lebba­emb­ætt­is­mönn­um“ vera „drull um barn eins og Yaz­an“.

Segir stjórnvöldum vera „drull um barn eins og Yazan“
Freyja Haraldsdóttir Ísland er langt því frá að vera paradís fyrir fatlað fólk. En framtíð Yazans, 11 ára stráks frá Palestínu með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, er öruggari hér en annars staðar. Freyja gagnrýnir stjórnvöld fyrir að að ætla að vísa honum úr landi. Mynd: Golli

Þegar Freyja Haraldsdóttir var 11 ára var hún að mörgu leyti venjulegur krakki, rétt eins og hinn 11 ára Yazan Aburajab Tamimi. Rétt eins og Yazan var hún í hjólastól og margar venjulegar athafnir daglegs lífs voru flóknari fyrir þau en önnur börn. En það stóð ekki til að vísa Freyju úr landi. Það er hins vegar raunveruleiki Yazans í dag. 

Til stendur að vísa Yazan og foreldrum hans, Mohsen og Ferial, úr landi í næsta mánuði. Þau komu hingað í leit að hæli í fyrra. Yazan, sem er frá Palestínu, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne og hafa læknar vottað fyrir það að hann muni hljóta skaða af ef hann fær ekki viðeigandi læknismeðferð. Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni fjölskyldunnar um endurupptöku hælisumsóknar þeirra síðastliðinn föstudag og því vofir brottvísun til Spánar, hvar fjölskyldan er ekki með hæli, yfir í byrjun júlí.

Brottvísun Yazans hefur verið mótmælt, nú síðast á sunnudag þegar hópur fólks safnaðist saman á Austurvelli.  Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, vinkona fjölskyldunnar, er ein af þeim sem stóð að mótmælunum. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ 

Freyja birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún birtir tvær myndir, annars vegar af henni sjálfri þegar hún var 11 ára og hins vegar af Yazan. „Á hægri mynd er hvítt íslenskt fatlað 11 ára barn að pósa hjá kengúrubakgrunni og á þeirri vinstri er brúnt palestínskt 11 ára barn að mótmæla eigin brottvísun út í dauðann,“ skrifar Freyja. 

Freyja segir Yazan vera venjulegan krakka að mörgu leyti, rétt eins og hún var sjálf á þessum aldri. „Ég var á snemmgelgju með tilheyrandi drama, vinir voru þeir mikilvægustu í heimi, ég fór í skólann og flutti hinum megin á hnöttinn með fjölskyldu minni.“ Yazan hefur sömuleiðis flutt yfir hnöttinn með fjölskyldu sinni en af öðrum ástæðum en Freyja. En þau eiga það sameiginlegt að upplifa ýmsar hindranir í umhverfinu og viðhorfum.  

„Ég gat ekki verið lengi ein heima og oftast þegar ég var það var ég smeyk. Mamma gat ekki verið að vinna því NPA var ekki komið til sögunnar. Ég fór í sjúkraþjálfun og átti tvo sérhannaða hjólastóla og önnur hjálpartæki,“ skrifar Freyja. Hún fæddist með beinbrotasýki, sjúkdóm sem lýsir sér þannig að bein brotna auðveldlega. „Ég var nýbyrjuð á lyfjum sem reyndust verða mér mikið gæfuspor því þau drógu verulega úr beinbrotum með tímanum. Heimili okkar var hannað sérstaklega með aðgengisþarfir mínar í huga en samt var orðin þörf á breytingum enda breytast líkamar og aðgengisþarfir með. Ég þurfti heilbrigðisvörur til þess að komast á salerni. Lífið gekk upp en var oft krefjandi fyrir fjölskylduna mína því samfélagið gerir ekki ráð fyrir fötluðu fólki. En við gátum þetta og ég átti gott líf,“ skrifar Freyja. 

„Ég væri að öllum líkindum ekki á lífi“ 

Ef fjölskylda hennar hefði þurft að flýja, rétt eins og fjölskylda Yazans, hefði veruleiki Freyju verið allt annar. „Ég væri að öllum líkindum ekki á lífi. Ég hefði eingöngu geta haft einn hjólastól svo lengi sem hann væri ekki skemmdur eða tekin. Án hans hefðu foreldrar mínir þurft að halda á mér en beinin hefðu ekki þolað það, þau brotnuðu nefnilega oft í höndum þeirra í öryggi okkar á Íslandi. Ég hefði ekki haft lyfin og því líklega haldið áfram að brotna oft og illa. Þá hefði ég ekki haft verkjalyf og foreldrar mínir hefðu verið með mig slasaða og verkjaða öllum stundum. Þau hefðu mögulega þurft að skilja mig eftir eða bróðir minn. Eða þau hefðu þurft að skipta liði. Fjölskyldan sundruð. Ég hefði ekki fengið skólagöngu og líklega ekki lifað nógu lengi til þess að eignast vini í flóttamannabúðum. Ég hefði samt haft það skárra en Yazan því ég er hvít.“ 

Meðvirkt, hrætt og skammsýnt þjóðfélag

Freyja segir Ísland ekki vera paradís fyrir fatlað fólk. Langt því frá. En samanborið við Palestínu býður Ísland upp á lífsviðurværi og öruggari framtíð fyrir Yazan, þó Ísland sýni það ekki í verki. Freyja er mjög gagnrýnin á íslensk stjórnvöld. „Ég gæti farið að vísa í lög og mannréttindasáttmála en ég nenni því ekki því með þá ríkisstjórn og ríkisstofnanir sem við búum við hafa þau bara þýðingu þegar það hentar ríkisstjórninni og fjölskyldum þeirra og kannski einhverja strengjabrúðuplebbaembættismönnum. Þeim er öllum drull um barn eins og Yazan. Það eina sem þeim er annt um er að varðveita hvítu ófötluðu börn ríka fólksins. Aðallega bara sín eigin börn samt og börn sem eru lík þeim,“ skrifar Freyja. 

Hún gefur lítið fyrir nýsamþykkt frumvarp um óháða mannréttindastofnun „sem vissulega mátti stofna fyrir áratugum en þau ætla aldeilis að monta sig núna“. „Við hljótum að vera eitt meðvirkasta, hræddasta og mest skammsýna þjóðfélag heims.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
7
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirhluta framkvæmdastjórn lögð fram á sáttarfundum
8
Fréttir

Til­laga um auk­inn meir­hluta fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sáttar­fund­um

Á sáttar­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmd­ar­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjalla um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár