Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
Lögreglan í átaksverkefni Í rúma viku hefur lögregla ásamt Skattinum og Samgöngustofu sinnt reglulegu eftirliti með starfsemi leigubifreiða í höfuðborginni. Ný lög um leigubifreiðarakstur tóku gildi í apríl í fyrra og blikur eru á lofti um að framboð af leigubílum hafi aukist. Mynd: Golli

Sérstakt átaksverkefni hefur staðið yfir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðan um helgi  þar sem bílstjórar leigubifreiða eru stöðvaðir og farið er yfir hvort viðkomandi hafi tilskilinn rekstrarleyfi. Þá kannar lögregla einnig hvort að aðbúnaður bílsins sé í samræmi við lög og reglur um leigubílaakstur. Aðgerðin er unnin í samvinnu við Samgöngustofu og Skattinn.

Ásmundur Rúnar Gylfason lögreglunnar í miðborg Reykjavíkur segir aðgerðina hafa staðið yfir í tæpa viku. 

„Þetta er nú bara svona átaksverkefni sem við erum búin að vera í, að verða viku. Það hefur verið talsvert í fjölmiðlum, við vorum þarna síðustu helgi, föstudag og laugardag. Við erum að vinna þetta með fulltrúum frá Skattinum og Samgöngustofu. Þetta er bara áframhald á því verkefni.“

EftirlitLögreglan við eftirlit í Aðalstræti í miðborginni.

Spurður hvort að lögregla hafi staðið marga að því að aka án tilskilinna leyfi segir Ásmundur Rúnar það hafa gerst einstaka sinnum. 

„Það …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu