Sérstakt átaksverkefni hefur staðið yfir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðan um helgi þar sem bílstjórar leigubifreiða eru stöðvaðir og farið er yfir hvort viðkomandi hafi tilskilinn rekstrarleyfi. Þá kannar lögregla einnig hvort að aðbúnaður bílsins sé í samræmi við lög og reglur um leigubílaakstur. Aðgerðin er unnin í samvinnu við Samgöngustofu og Skattinn.
Ásmundur Rúnar Gylfason lögreglunnar í miðborg Reykjavíkur segir aðgerðina hafa staðið yfir í tæpa viku.
„Þetta er nú bara svona átaksverkefni sem við erum búin að vera í, að verða viku. Það hefur verið talsvert í fjölmiðlum, við vorum þarna síðustu helgi, föstudag og laugardag. Við erum að vinna þetta með fulltrúum frá Skattinum og Samgöngustofu. Þetta er bara áframhald á því verkefni.“
Spurður hvort að lögregla hafi staðið marga að því að aka án tilskilinna leyfi segir Ásmundur Rúnar það hafa gerst einstaka sinnum.
„Það …
Athugasemdir