Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tryllitækið á höfninni sótt heim

Loft­hrædd­ur blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar gerði sér ferð í par­ís­ar­hjól­ið sem ris­ið hef­ur við Reykja­vík­ur­höfn. Og hitti loft­hrædd­an starfs­mann þess sem hef­ur bara einu sinni próf­að hjól­ið.

Álýðveldisdaginn í liðinni viku opnaði stærðarinnar parísarhjól á Miðbakka í Reykjavík. Þetta er tilraunaverkefni sem mun verða uppi í sumar. 

Verkefnið á rætur sínar í hugmyndavinnu starfshóps um borgarinnar um haftengda upplifun, en sá starfshópur setti fram fjölmargar hugmyndir um hvernig bæta mætti lífsgæði borgarbúa og lýðheilsu í skýrslu sem kom út síðasta haust.  

Hjólið er engin smásmíði – heilir 32 metrar á hæð. Eðli málsins samkvæmt er því feiknargott útsýni til allra átta frá hátindi þess. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Heimildin náði einnig tali af starfsmanni við hjólið. Sá viðurkenndi að hann hefði ekki farið oftar en einu sinni í hjólið, en fullyrti þó að það væri einfaldlega vegna anna, ekki vantrausts á tryllitækinu sjálfu. Svo er hann líka lofthræddur, rétt eins og blaðamaður. 

Haftengd upplifunHlutverk starfshópsins var að greina tækifæri til haftengdrar upplifunar og útivistar í Reykjavík.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár