Álýðveldisdaginn í liðinni viku opnaði stærðarinnar parísarhjól á Miðbakka í Reykjavík. Þetta er tilraunaverkefni sem mun verða uppi í sumar.
Verkefnið á rætur sínar í hugmyndavinnu starfshóps um borgarinnar um haftengda upplifun, en sá starfshópur setti fram fjölmargar hugmyndir um hvernig bæta mætti lífsgæði borgarbúa og lýðheilsu í skýrslu sem kom út síðasta haust.
Hjólið er engin smásmíði – heilir 32 metrar á hæð. Eðli málsins samkvæmt er því feiknargott útsýni til allra átta frá hátindi þess. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Heimildin náði einnig tali af starfsmanni við hjólið. Sá viðurkenndi að hann hefði ekki farið oftar en einu sinni í hjólið, en fullyrti þó að það væri einfaldlega vegna anna, ekki vantrausts á tryllitækinu sjálfu. Svo er hann líka lofthræddur, rétt eins og blaðamaður.
Athugasemdir