Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Enn ein stólaskipti ráðherra ekki lausnin

Enn ein stóla­skipti ráð­herra koma ekki til greina til að leysa enn einn vanda rík­is­stjórn­ar­inn­ar að mati þing­manns Við­reisn­ar, sem hyggst styðja van­traust­stil­lögu á mat­væla­ráð­herra.

Enn ein stólaskipti ráðherra ekki lausnin
Vantraust ekki leyst með stólaskiptum „Vandi þessarar ríkisstjórnar er miklu djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því einu að skipta ráðherrum milli ráðherrastóla,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

Vantrauststillaga sem Miðflokkurinn hefur lagt fram á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra er djúpstæðari en afstaða þingmanna til hvalveiða að mati Sigmars Guðmundssonar, þingmanns Viðreisnar. 

„Þetta snýst að sjálfsögðu bæði um stjórnsýslu ráðherrans, algjörlega óháð því hvaða skoðun maður kann að hafa á tiltekinni atvinnustarfsemi þá finnst manni það eðlileg og sjálfsögð krafa í stjórnsýslunni að þau fyrirtæki sem á annað borð mega starfa hér á Íslandi að þau búi við einhvern fyrirsjáanleika í stjórnsýslunni, algjörlega óháð skoðunum manns sjálfs,“ sagði Sigmar þegar hann kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins í upphafi þingfundar í dag. 

Sigmar sagði vandræðagang hafa einkennt störf ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarflokkanna allt kjörtímabilið. Algjört meirihlutaræði ríki á Alþingi og sagði hann það ekki ganga upp að einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar séu settir í þá stöðu að eiga að verja ráðherra ríkisstjórnar falli. „Ríkisstjórnar sem teygir sig ekki til stjórnarandstöðunnar í samkomulagsátt í nokkru einasta máli.“ 

„Vandi þessarar ríkisstjórnar eru miklu djúpstæðari“

Vantrauststillaga á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun og að öllum líkindum verða greidd atkvæði um tillöguna í kjölfarið. „Ég sé að því er hreyft í Morgunblaðinu í dag að ein leiðin út úr þessum ógöngum fyrir matvælaráðherra getur verið að skipta einfaldlega um ráðherrastól eins og hefur verið gert áður á líftíma þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmar, sem telur enn ein stólaskipti ráðherra ekki koma til greina.

Slíkt hefur gerst í tvígang á þessu kjörtímabili. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra vegna þess að umboðsmaður Alþingis birti álit þess efnis að Bjarna hefði brostið hæfi til að taka ákvörðun um að selja hlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, í mars 2022. Þá færði Svandís Svavarsdóttir sig úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið í apríl þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórn eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð. 

„Vandi þessarar ríkisstjórnar eru miklu djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því einu að skipta ráðherrum milli ráðherrastóla,“ sagði Sigmar. 

Vantraust á matvælaráðherra er ekki eina málið sem er á dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir sumarfrí. Síður en svo. Meðal annarra mála má nefna frumvarp um lagareldi, sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, fjármálaáætlun 2025-2029, breytingar á lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis og listamannalaun. 

Þinglok voru áætluð síðasta föstudag en þingfundir og nefndarfundir verða haldnir næstu daga eftir því sem þörf er á. Ekki liggur fyrir hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Starfsáætlun fyrir næsta þingvetur hefur hins vegar verið samþykkt af forsætisnefnd. Sumarleyfi þingsins lýkur 10. september þegar þingsetning fer fram. Stefnuræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og umræður um hana fara fram 11. september.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár