Fyrirtækið Running Tide sökkti um 20.000 tonnum af kalksteinablönduðu viðarkurli á hafsvæði yst á landhelgi Íslands í fyrra. Áður en að fyrirtækið lagði upp laupana hafði það áform um að sökkva allt 50.000 tonnum til viðbótar á ári.
Eins og komið hefur fram í ítarlegri umfjöllun Heimildarinnar um starfsemi Running Tide lutu þessar aðgerðir litlu sem engu eftirliti. Rannsóknin sýndi fram á að ákvarðanir sem ráðherrar í ríkisstjórninni tóku á sínum tíma urðu þess valdandi að fyrirtækið ffékk að leika lausum hala.
Tóku stöðu með Running Tides
Á skömmum tíma tókst fyrirtækinu, með aðstoð teymisins Transition Labs, að verða sér út um leyfi og stuðning frá alls fjórum ráðherrum í ríkisstjórninni. Reyndist stuðningur ráðherra vera fyrirtækinu ómetanlegur.
Sérstaklega þegar Umhverfisstofnun sendi frá sér umsögn í desember 2022, eftir mikil og ítarleg …
Svo mikið um þessa glötuðu hugmynd.